Úrval - 01.12.1969, Síða 115
SVEITÁLÆKNIR
113
rúmteppum á veturna. Öll herberg-
in voru óupphituð, svo að maður
varð að dyngja öllu mögulegu drasli
ofan á sig til þess að halda á sér
hita. Yfirfrakkinn skreytti svo tind-
inn á þessum hrauk.
Yfirleitt var það aðeins ein
ákvörðun, sem kostaði svolitlar
vangaveltur, þ.e. hvort maður ætti
að hafa fyrir því að fara úr skónum.
Væru háifmygluð lökin hálffrosin,
var maður auðvitað kyrr í skónum.
Enn þann dag í dag get ég minnzt
óstýrilátu og fælnu hestanna,
grimmu hundanna, vogarskurðanna,
ánna og snj óskaflanna með furðu-
legri hugarró, en ég fyllist enn
ógeði, er ég minnist gömlu sveita-
gistihúsanna.
Ég er glaður yfir því, að þessir
dagar koma aldrei aftur, bæði vegna
sjálfs mín og þeirra lækna, sem á
eftir mér koma. En samt er það
hugsanlegt, að ungi nútímalæknir-
inn hefði skilningsríkari afstöðu
gagnvart hinni sjúku mannkind, ef
hann þyrfti að færa slíka persónu-
lega fórn til þess að ná til sjúklinga
sinna og sitja síðan tímunum saman
við sjúkrabeðin og fylgjast með
gangi sjúkdómsins. Að minnsta kosti
mundi fjármálahlið læknisþjónust-
unnar þá ekki vera eins ráðandi afl
og hún er nú.
Minningarnar frá þessum dögum,
sem efst eru í huga mér, snerta einn
þátt mannlegra samskipta. Þar á ég
við þá hjálpsemi, sem ríkti þá hvar-
vetna. Stæði mjög illa á fyrir ein-
hverjum, buðu nágrannarnir fram
hjálp sína. Læknir, sem var að
reyna að ná til sjúklings síns, þurfti