Úrval - 01.12.1969, Side 116
114
TJRVAL
ekkl að efast um, að allir mundu
leggjast á eitt með að hjálpa hon-
um á allan hátt. Enginn kvartaði
yfir erfiðleikum og fyrirhöfn, sann-
arlega ekki læknirinn, þótt harm
yrði jafnvel að greiða úr eigin vasa
kostnaðinn við sumar erfiðustu
ferðirnar. Þótt margir sjúklinga
hans nytu ekki mikilla lífsgæða,
nutu þeir þó þess, sem gefur lífinu
gildi og gerir það auðugt og inni-
haldsríkt. Þeir írrðu aðnjótandi
sanns bræðralags mannanna, ná-
ungakærleikans.
VIÐ RÚMSTOKKINN
Ég velti því oft fyrir mér, er ég
lít yfir sjúkradagbækurnar mínar
frá aldamótunum, hve mikið gagn
ég gerði í raun og veru sem ungur
og óreyndur læknir. Ég dró að vísu
úr þjáningum sjúklinganna og hugg-
aði vini þeirra. En lyfin, sem ég gaf
sjúklingum mínum, voru oft harla
gagnslítil, svona rétt vottur um góð-
an ásetning.
Ömmurnar á heimilum þeim, sem
ég heimsótti í sjúkravitjunum mín-
um, voru jafnan kvíðaefni mitt.
Amman vissi, að sjúklingum batnaði
bara, því að hún hafði stuðzt við þá
sannfæringu eina í mörgum tilfell-
um, þegar engan lækni var að fá. Og
hún hafði jafnan sérstaka tilhneig-
ingu til að hnussa fyrirlitlega að
allri viðleitni ungra lækna. Hvað
aðgerðir gegn öllum algengum sjúk-
dómum snerti, áleit hún, að hún
tæki hinum unga lækni örugglega
fram, og oft var það reyndar stað-
reynd.
Sjúkdómsgreining bráðra sjúk-
dóma er til dæmis ekki alltaf auð-
veld. Og ég minnist eins sjúklings
sérstaklega, hvað þetta snertir. Hann
veiktist mjög snögglega, og öll ein-
kenni virtust mjög óvenjuleg. Ég
vildi því ekki kveða upp úrskurð
um, hvað að honum gengi. Þá kom
amman á vettvang. Hún þefaði
nokkrum sinnum af sjúklingnum,
um leið og hún losaði um hattbönd-
in sín. „Mislingar,“ sagði hún svo
hryssingslega. Hún reyndist hafa
rétt fyrir sér, þótt ég hefði aldrei
heyrt, að það væri hægt að greina
mislinga af lyktinni.
í þá daga var læknirinn jafnan
vanur að heilsa ömmunni og öllum
gömlu frænkunum mjög innilega, er
hann kom heim til sjúklingsins. Og
svo klappaði hann á kollana á öllum
krökkunum, áður en hann leit við
sjúklingnum. Hann heilsaði sjúk-
lingnum alvarlegur á svip, en með
gamanyrði á vörum. Svo tók hann
æðaslögin, skoðaði tunguna og
spurði, hvar hann kenndi til. Þegar
þessu var lokið, var hann fyrst til-
búinn til að skrifa lyfseðil og segja
fyrir urn meðhöndlun. Það voru að-
eins þeir framfarasinnuðustu, sem
höfðu hitamæla og hlustunartæki í
fórum sínum.
Mér fannst iðkun allra þessara
hefðbundnu siðvenja vera einskær
tímaeyðsla. Ég arkaðíi fram hjá
gömlu kerlingunum, lét sem ég sæi
ekki krakkana, en fór strax að sinna
sjúklingnum. Mér hafði ekki enn
lærzt, að flest af því, sem maður
hefur þörf fyrir að vita við iðkun
læknislistarinnar, kemst aldrei í
neinar bækur. Til allrar hamingju
voru sjúklingarnir hrifnir af því,
hversu vandlega ég skoðaði þá. Sá