Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
leyti. Þeir voru dreifðir um stórt
svæði, og ég þurfti að sinna þeim
vel og lengi vikunum saman.
Ætlazt var til þess, að vandvirkur
læknir liti á hvern sjúkling a.m.k.
einu sinni á dag og reyndar nokkr-
um sinnum á dag, meðan sjúkling-
urinn var í mestri hættu. Þá var
álitið, að það ætti að þvo sjúklingn-
um með köldum svampi, meðan hit-
inn var mestur og sjúklingurinn
var með óráði. Það var ekki um
neinar lærðar hjúkrunarkonur að
ræða, og því var það hlutverk lækn-
isins að gera þetta. Tvær klukku-
stundir virðast lengi að líða, þegar
verið er að þvo sjúklingi, sem er
haldinn óráði, einkum hafi maður
ekki fengið neinn svefn síðustu 6
daga nema blund við og við í óþægi-
legum hestvagni. í lok þessa hroða-
lega erfiða sumars líkti ég svo eftir
sjúklingum mínum og tók sjálfur
taugaveikina.
Alls konar meltingarsjúkdómar
voru algengir á sumrin, einkum
meðal barna. Þegar ég var ekki að
baða taugaveikisjúklinga, var ég því
að gefa smábörnum stólpípu.
Ég er viss um, að slíkt bjargaði
lífi margra barna. Þá var ekki um
að ræða neinn ís. Hreinlætið var af
mjög skornum skammti, og óvíða
voru skordýranet fyrir gluggum. Þá
vissi fólk ekki eins mikið um rétt
ungbarnaeldi og það gerir nú, og
ofsafenginn magakrampi var þá
miklu algengari meðal ungbarna.
Mörg börn dóu úr honum.
Ég varpaði því jafnan öllu frá
mér, þegar mér barst sú fregn, að
barn hefði fengið magakrampa, og
flýtti mér á vettvang. Ég hef fram-
kvæmt margs konar aðgerðir síðar,
þar sem um líf eða dauða hefur ver-
ið að tefla. En ekkert veitir mér
samt eins mikla ánægju og minn-
ingarnar um baráttuna fyrir lífi
þessara magaveiku barna. Unaðs-
legt var að sjá slakna á hinum sam-
andregnu limum og sjá höfuðið lyfta
sér af svæflinum. Það var unaðslegt
að sjá nýtt líf færast í augu móð-
urinnar og líta bros hennar. Slíkt
er eitt af því dýrmætasta, sem lífið
hefur fært mér. Flestum litlu sjúk-
lingunum mínum batnaði, þótt börn-
in, sem starfsfélagar mínir gáfu
deyfandi lyf, dæju. Og það komst
brátt í almæli, að þessi „ungi lækn-
ir gefst ekki upp við þau.“
DALUR SKUGGANNA
Aður fyrr dvöldum við læknarnir
hjá sjúklingum okkar, þegar að
dauðastundinni kom. Við sáum til
þess, að þeir þjáðust ekki. Ég hef
setið við dánarbeð margra sjúklinga,
sem héldu fuliri rænu til hinztu
stundar og töluðu um daginn og
veginn og sofnuðu svo svefn-
inum langa. Það var ekki um
neinn ótta að ræða. Dapurlegustu
minningarnar eru tengdar gömlum
hjónum, sem höfðu búið saman
langa ævi. Þau voru bæði með
lungnabólgu. Ég dvaldi hjá gömlu
konunni, er hún dó. Og svo fór ég
fram til gamla mannsins. Ég sagði
ekki neitt. „Er mamma dáin?“
spurði hann. Ég þurfti ekki að svara
Hann lokaði augunum, krosslagði
hendurnar á brjósti sér, og að stuttri
stund liðinni var hann líka dáinn.
Það er þýðingarlaust að spyrja mig
nánar um merkingu þessa alls.