Úrval - 01.12.1969, Page 119
SVEITALÆKNIR
117
Læknar nútímans dvelja yfirleitt
ekki hjá sjúklingum sínum síðustu
augnablikin. Hvaða gagn mundi
slíkt gera? Læknisvísindalega séð
gerði slíkt ekkert gagn, en mannlega
séð væri gagnið mikið. Ég veit, um
hvað ég er að tala. Á mestu sorgar-
stund lífs míns, er ég sat við dánar-
beð dóttur minnar, var ég ekki einn.
Öðrum megin var dásamleg hjúkr-
unarkona og hinum megin hinn
óviðjafnanlegi dr. Campbell, sem
hélt rólegur áfram að reyna allt til
þess að kalla hana til lífsins, þótt
við vissum það báðir, að slíkt væri
gagnslaust. En þótt slíkt væri gagns-
laust, þá var ólýsanleg huggun í
þessari viðleitni læknisins og hjúkr-
unarkonunnar. Hafi nærvera mín
við svipaðar aðstæður nokkru sinni
veitt nokkrum slíka huggun, þá hef-
ur hún verlð meira virði en nokkuð
annað, sem ég hef gert um ævina.
Oftast færist andlegur sljóleiki yf-
ir sjúklinginn, áður en hann deyr.
Það er vegna þess, að blóðstraumur-
inn til heilans minnkar, vegna þess
að hjartað er smám saman að gefast
upp. Þeir, sem deyja, sofna bara út
af. Hver sá, sem misst hefur með-
vitund í veikindum hefur fengið
forsmekk af dauðanum sjálfum. Það
eru ekki hinir deyjandi, sem þjást,
heldur hinir lifandi. Hlutverk okkar
hér í lífi er að draga úr mannlegum
þjáningum, eftir því sem í okkar
valdi stendur.
UPPSKURÐIR Á ELDHÚSBORÐI
Ungir læknar nú á dögum álíta,