Úrval - 01.01.1971, Side 6

Úrval - 01.01.1971, Side 6
4 ÚRVAL *♦--------*}k smásögur ,um . stormenm -*• * ----------** í FYRSTA BINDI af ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson er ítarlegur kafli um Guðmund dúllara. Mun ekki vera annars staðar til snjallari og ná- kvæmari lýsing á þeim sérkenni- lega manni. Eftirfarandi sögu er að finna í kaflanum: „Guðmundur var ráðvandur mað- ur að upplagi, þó að hugmyndir hans um rúm og tíma bæru hann þar stundum af beinustu leiðum annarra manna. Það bar eitt sinn við, að kaupmaður í Reykjavík sendi hann eftir kú til slátrunar austur í Ölfus, til Jakobs bónda í Auðsholti. Þegar Guðmundur á að fara að leggja af stað með kúna, spyr Jakob, hvort hann hafi nokkurt tagl til að teyma hana á. Guðmundur kveðst engan spotta hafa. ,,Þá verð ég að ljá þér hann,“ segir Jakob og fær honum reiptagl, ,,en þú verður að skila því aftur.“ „Það skal ég gera,“ svarar Guð- mundur. Svo fór Guðmundur með kúna, og það liðu mörg ár. Guðmundur reisti víðs vegar um landið, alls staðar girtur reiptaglinu frá Auðsholti. Það voru jafnan síðustu orð hans, þegar hann var að búa sig til brottfarar af bæjum: „Hvar er nú taglræfillinn hans Jakobs míns?“ Taglið var orð- ið þekkt um allt Norðurland og all- ar sveitir austur að Sólheimasandi. Loksins, eftir mörg ár, gerir Guð- mundur ferð sína heim að Auðs- holti og skilar Jakobi taglinu.“ SÉRA JÓHANN ÞORKELSSON, dómkirkjuprestur í Reykjavík, var eitt sinn að halda líkræðu yfir konu, sem andazt hafði háöldruð, ógift og barnlaus. Flutti hann hinni látnu konu kveðjur frá börnum og barna- börnum. Eftir jarðarförina vakti einhver aðstandenda athygli prests á því, að slæm mistök hefðu orðið. En prest- ur svaraði: „Þá hafa ræðurnar ruglazt á nátt- borðinu hjá mér.“ En bætti svo við og brosti: „En allan hafði hún aldurinn til þess.“ —o— EFTRFARANDI SÖGU er að finna í minningum Haraldar Björnssonar, leikara, „Sá svarti senuþjófur", sem Njörður P. Njarðvík færði í letur, og segir hún frá skemmtilegu atviki í sambandi við leiksýningu á Lög- bergi á Alþingishátíðinni 1930: „Við fórum austur á Þingvöll dag- inn áður en Alþingishátíðin átti að hefjast. Þá voru notaðir allir mögu- legir bílar en mest yfirbyggðir vörubílar með sætum á palli. Bíla- lestin var næstum því samfelld alla leiðina og maður komst ekkert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.