Úrval - 01.01.1971, Síða 13

Úrval - 01.01.1971, Síða 13
NÍU RÁÐ TIL AÐ LIFA LENGUR 11 ur klakklaust í gegnum þennan hættulega áratug og haldi áfram að gæta heilsu sinnar og haga lífi sínu skynsamlega, þá eru miklar líkur til þess, að maður njóti góðr- ar heilsu fram á áttræðisaldur eða lengur.“ 3. Taktu tillit til líklegra sjúk- dómseinkenna. „Ég minnist ungrar konu frá Wisconsinfylki, sem skeytti því engu, þótt hún yrði vör við útferð úr leggöngum,“ segir kvensjúk- dómafræðingurinn dr. Mary Eliza- beth Mussey. „Leghálskrabbamein- ið, sem hún gekk með, fannst því of seint.“ Dr. Mussey bætir því við, að konur geti mjög minnkað lík- urnar á, að þær deyi úr þess hátt- ar krabbameini, ef þær láta gera á sér hina sársaukalausu, ódýru „Pap- prófun“ árlega, en með henni má finna illkynjaðar krabbameins- frumur nógu tímanlega til þess, að meðhöndlun komi að gagni. Dr. Harry Bisel krabbámeinssér- fræðingur hafði þetta að segja um þetta efni: „Stúlka ein, sem var rúmlega þrítug, viðurkenndi, að hún hefði fylgzt með því, að hnúð- ur í öðru brjósti hennar óx og óx, þangað til hann var orðinn á stærð við baseballbolta. Brjóstkrabba- mein er sú tegund krabbameins- æxla, sem okkur gengur bezt að finna. Og við getum læknað þrjár af hverjum fjórum konum, ef við getum veitt þeim rétta meðhöndl- un nógu snemma.“ Rödd hans var dapurleg, er hann fræddi okkur um þetta. Ef krabbameinsfrumunum gefst aftur á móti tóm til þess að breiðast svo mjög út, að þær nái til sogæðaeitlanna í handarkrikun- um, minnka líkurnar á lækningu mjög og verða aðeins ein á móti fjórum. „Fólk er mjög duglegt við að loka augunum fyrir sjúkdómsein- kennum,“ sagði dr. Kenneth G. Berge, forstöðumaður lyflækninga- deildar og prófessor í sjúkraskoð- un. „Við hérna höfum öll séð menn, sem hafa mátt þola kvalir í brjóst- holi hvað eftir annað, án þess að þeir hafi sagt nokkrum frá því. Þessari afstöðu sinni til skýringar segja þeir bara: „Ég var hræddur um, að það væri hjartað, og von- aði, að verkurinn hyrfi.“ En það er geysilega þýðingarmikið að fara nógu snemma til læknis. Annars lifir maður kannske stöðugt í ótta við sjúkdóm, sem maður hefur ekki. En reynist aftur á móti eitt- hvað vera að manni, eru góðar lík- ur til þess nú orðið, að maður geti unnið bug á sjúkdómnum eða hald- ið honum a. m. k. í skefjum, leiti maður nógu fljótt læknis. 4. Dragðu úr líkamsþyngd þinni með hverju árinu sem líður. Um líkamsþyngd hafði dr. Doug- lass þetta að segja: „Flestir sjúkl- ingar, sem koma hingað, halda, að það sé eðlilegt að þyngjast með aldrinum. Þetta er hættulegur mis- skilningur. Eftir því sem við eld- umst, eykst líkamsfita ókkar á kostnað vöðvanna. Ef þú vegur 153 pund við þrítugsaldur og heldur sama líkamsþunga um sextugt, get- ur hugsazt, að líkamsfita þín sé hætt.ulega mikil.“ „Ég skoðaði þrítugan vélvirkja í morgun. Hann hafði góða vöðva,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.