Úrval - 01.01.1971, Page 26

Úrval - 01.01.1971, Page 26
24 ÚRVAL ,,Ef maður drepur ,,cobru“, verð- ur maður að eyðileggja augun í henni,“ bætti lubbalegur. aðstoðar- maður hans við, en hann hafði leik- ið undir slöngutónlistina á trumbu sína. ,,Ef þér gerið það ekki, mun maki hennar sjá mynd yðar í aug- um hennar. Makinn mun síðan finna yður og drepa yður, jafnvel þótt það taki hann 20 ár að finna yður.“ Við sátum í grasinu fyrir fram- an gistihúsið í Mysore í suðurhluta Indlands. í fjarska bar hvolfþak ævintýrahallar furstans við brenn- andi himininn. Á veginum fram- undan okkur var stöðugur straum- ur af körlum í skærlitum skikkjum og fögrum, skikkjuklæddum kon- um, en á stangli mátti sjá horaða, heilaga kú. Gamli maðurinn hóf leik sinn að nýju. í þetta skipti lék hann á ískr- andi fiðlu, sem gerð var úr bamb- usstöng og hálfri kokoshnetuskel. Slangan sveiflaði sér fram og aft- ur. „Þessi ,,cobra“ er fín dansmær, herra,“ sagði Hussein. „Hún hefur gaman af tónlist. Allar slöngur elska tónlist, alveg eins og fólk ger- ir.“ Krangalegur, ungur blaðamað- ur, sem uppnefndur hafði verið Ba- bu og fylgdi mér á ferðalagi mínu, kom að okkur, einmitt þegar Huss- ein sagði þetta. „Eintóm vitleysa!" sagði hann og hnussaði fyrirlitlega. „Slöngur eru alveg heyrnarlausar. Gleraugnaslangan dansar ekki eftir tónlistinni. Hún er bara á verði og fylgir stöðugt sérhverri hreyfingu hlióðfærisins, ef ske kynni að það réðist gegn henni.“ Gamli maðurinn lagði frá sér ófullkomnu fiðluna sína. Svo greip hann báðum höndum utan um háls slöngunni, hallaði sér yfir hana og kyssti hana ofan á höfuðið. Síðan lagði hann hana niður aftur og sneri sér við. Gleraugnaslangan hjó illskulega til hans, en hæfði hann ekki. Hussein glotti og sýndi mér fjölda af örum á handleggjum og fótleggjum. „Eg hef oft verið bit- inn, herra. En ég hef alltaf slöngu- rótina mína með mér og gleypi hana þá, eða þá slöngusteininn minn, sem ég legg á sárið. Svo er líka hægt að leita til stöðvarstjórans á járn- brautarstöð einni nálægt Madras. Hann getur læknað hvers konar slöngubit úr fjarlægð. Maður þarf bara að senda honum skeyti. Járn- brautarfélagið sendir það ókeypis fyrir mann.“ AÐ VEIÐA GLERAUGNA- SLÖNGU Eg samdi um það við gamla manninn að fá hann með mér í ökuferð út á eyðilega, gulleita sléttu, sem var þakin mauraþúfum, en svæði þetta var alræmt fyrir þann fjölda gleraugnaslanga, sem þar hafðist við. Fjórir yngri bræð- ur hans og þrír aðrir ættingjar, sem voru allir slöngutemjarar, tróðu sér líka inn í jeppann okkar. Við stönz- uðum, begar Hussein gaf okkur merki, og ég elti gamla manninn út á slétt.una. Hann starði ákafur á sólbakaða jörðina. Svn greip hann skyndilega til hlióðpípunnar. sem hékk við mitti honum, og fór að leika furðulegt lag, sem var þrung- ið austurlenzkum ósamræmdum hljómum og dulúð. „Þetta er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.