Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 30

Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 30
28 ÚRVAL batt hana við nálægan runn. E'g klappaði loðinn feldinn á bakinu á henni, og hún snerti hönd mína blíðlega með snjáldri sínu. Það var erfitt að trúa því, að þetta litla dýr gæti drepið eina banvænustu skepnu jarðarinnar. Tveir slöngutemjarar með vefjar- hött á höfði léku nú langan, til- breytingarlausan forleik á hljóð- pípu og trumbu, líkt og þeir væru að búa mongoose og gleraugna- slönguna, sem hafði reyndar enn ekki birzt, undir einvígi það, sem brátt skyldi hefjast. Nú breyttist tónlistin og varð tryllingslegri. Skyndilega kippti hljóðpipuleikarinn burt lokinu af körfu, er var fyrir framan hann, með snöggu handtaki. Nýveidd gler- augnaslanga slengdi hausnum taf- arlaust upp úr körfunni - og þandi út illgirnislega „hettuna". Svo kom hún auga á mongoose. Það var sem hún spennti skyndilega brúnan skrokkinn sem boga og byggi sig til þess að ráðast á litla dýrið. Stingandi, framstæð augu hennar skutu gneistum af ofsareiði. Klofin tungan skauzt fram og aftur eins og svört eldingarleiftur. Slöngutemjar- inn ýtti henni með spýtú upp úr körfunni, en hún hvæsti ögrandi. Trumbuslagarinn leysti bandið af mongoose, sem var nú farin að toga ofsalega í bandið til þess að komast nær óvini sínum. Þegar litla dýrið skauzt í áttina til gleraugnaslöng- unnar, hjó slangan grimmdarlega til þess. En litla dýrið var snarara í snúningum. Högg gleraugnaslöng- unnar missti marks. Nú hafði gleraugnaslangan misst jafnvægið. Mongoose stökk leiftur- snöggt á titrandi, brúnan háls slöng- unnar og beit af heljarafli í hann. Það gætti þess að bíta þannig í hann, að slangan næði ekki til þess með eiturtönnunum. Slangan barð- ist ofsalega um. Loks tókst henni að draga dýrið með sér til jarðar. Á næsta augnabliki hafði henni tek- izt að margvefja sig utan um þenn- an litla skrokk, er virtist vera svo veikbyggður. Og svo herti hún að af sífellt meira afli. Það var líkt og verið væri að vefja vírköðlum fast utan um þennan litla skrokk. Það virtist sem litla skepnan væri glöt- uð. En með snöggum rykk tókst mongoose að sökkva egghvössum tönnunum djúpt í bak slöngunnar og hefur þá líklega hitt á einhverja mjög þýðingarmikla taug. Að minnsta. kosti losaði slangan skyndilega takið utan um litla skrokkinn. Mongoose hörfaði svo- lítið undan andartak, líkt og hnefa- leikari, sem gerir hlé á árás sinni til þess að sækja í sig veðrið að nýju. Tónlistarmennirnir héldu áfram ofsafengnum leik sínum, meðan á þessari viðureign stóð, og líkamir þeirra sveifluðust eftir hljóðfallinu á dáleiðandi hátt. Nú hófst orrustan að nýju. Mon- goose breytti um bardagaaðferð. Litla skepnan hnipraði sig saman, tilbúin til árásar, tók síðan undir sig ofboðslegt stökk og náði taki á neðri kjálka slöngunnar með tönn- um sínum. Það sleppti ekki takinu, þótt slangan berðist ofsalega um og henti sér fram og aftur af öllu afli. Þar gat að líta hjálparvana risa,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.