Úrval - 01.01.1971, Page 40

Úrval - 01.01.1971, Page 40
38 ÚRVAL ið, svo að það streymdi niður á við, þ. e. að yfirborði vegarins, en eftir yfirborðinu tók bráðlega að renna bensín úr rifnum bensín- geymum bifreiða, sem lentu í þess- um keðjuárekstri. Milli klukkan 6.30 og 7.20 þenn- an morgun hafði Harry Winkler vegalögregluþjónn, sem átti að hafa eftirlit með hraðbrautinni fyrir norðan útakstursbraut nr. 2, farið þrisvar um þennan vegarhluta og ekki orðið var við neina þoku þar. En klukkan 7.21 lenti hann í léttu, lágu þokumistri þar. Hann hafði talsamband við stöðina í Moores- town og bað hana um að kveikja á þokuvarúðarskiltunum. Þar var um að ræða rafmagnsskilti með orðinu „ÞOKA“. Einnig bað hann um, að skipt yrði samtímis um hámarks- hraðatakmörk og hann lækkaður úr 60 mílum í 50, en unnt er að gera slíkt með fjarstýringu. Um klukkan 7.50 sama morgun sendi umferðareftirlitsstöð í New Brunswick út slysatilkynningu, sem hann náði í talstöð sinni. Fregn þessi hafði borizt eftirlitsstöðinni frá vegaskattseftirlitsmanni við út- akstursbraut nr. 2t en ökumaður einn hafði tilkynnt honum um slys- ið. Vegalögregluþjónninn ók norð- ur eftir á neyðarhraða eða á allt að 100 mílna hraða. En brátt ók hann inn í þokubakka að nýju og varð að hægja á sér. Klukkan 7.55 sá Winkler vega- lögregluþjónn, að grá þokan varð appelsínugul, og hann vissi þá, að hann var kominn á slysstaðinn. Hann stökk út, virti allar aðstæður fyrir sér í flýti og sendi síðan orð- sendingu til umferðareftirlitsstöðv- arinnar í New Brunswick með hjálp talstöðvar sinnar: „Það er propanegasflutningabifreið hérna og“ hann taldi „einn, tveir, þrír, fjórir, um fimm eða sex brennandi bifreiðir, og ég þarfnast hjálpar!" Nokkrum sekúndum eftir að orð- sending Winklers barst til stöðvar- innar, voru allmargir vegalögreglu- þjónar, sem fengið höfðu þessa orð- sendingu frá umferðareftirlitsstöð- inni í gegnum talstöðvar sínar, þeg- ar á leið til slysstaðarins. Sumir komu langt að, jafnvel úr 50 mílna fjarlægð. Björgunarsveitir og brunaliðsmenn voru þá einnig lagð- ir af stað frá Swedesboro, Mullica Hill og nokkrum öðrum bæjum þarna í nágrenninu. En þeir urðu allir að aka hægt vegna þokunnar. Á meðan lá tankbíllinn á hliðinni, líkt og sprengja, þvert yfir ak- brautirnar fyrir umferð til suðurs, líkt og falin gildra, og keðjuárekst- urinn hélt áfram að magnast og margfaldast. Ein af fyrstu bifreiðunum, sem kom í gegnum þokubakkann, var Chevrolet II, árgerð 1965, frá Rhode Islandfylki. Ökumaðurinn var ung- ur bílasali. Hann stanzaði annað- hvort nógu tímanlega eða kann að hafa rekizt á tankbílinn, sem lá á hliðinni. Það veit enginn með vissu. Á eftir komu svo aðrar bifreiðir, hver á fætur annarri. Þær runnu ískrandi á hrúguna með hemlana á eða snerust til með ískrandi hjól- barða, þangað til tíu bifreiðir voru komnar þarna í eina bendu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.