Úrval - 01.01.1971, Síða 51

Úrval - 01.01.1971, Síða 51
49 ER VER.IÐ AÐ SVIPTA NÚTÍMAMENN ... um, sem hafa hingað til ekki verið fáanlegir. í augum alls konar töl- fræðinga og þeirra, sem sjá um hvers kyns opinberar skrár, þjóð- félagsfræðinga, lögreglu og skipu- lagssérfræðinga á vegum ríkisins hefur tölvan verið alveg sérstök uppfylling drauma, stútfullra af hvers kyns upplýsingum, eins kon- ar Upplýsingavalhöll, þar sem allt það, sem vitað er um allt og alla, skyldi geymt á suðandi rafsegul- böndum. En þessi draumur sér- fræðinganna fyllti líka frjálslynt fólk og ýmsa þingmenn skelfingu. Það kom fram uppástunga um slíka Upplýsingamiðstöð ríkisins árið 1967, en hún var kveðin niður af miklum krafti. En samt hafa hinar ýmsu deild- ir, stofnanir, nefndir og ráð ríkis- stjórnarinnar, allt frá þeim lægstu til hinna æðstu, einmitt unnið að því að tengja saman upplýsingar tölva sinna og mynda úr þeim einn samhangandi vef. 25 fylki annars vegar og Ríkisskattstofan hins veg- ar skiptast á tölvuskattaupplýsing- um um einstaklinga og fyrirtæki. Giæpaupplýsingamiðstöð Banda- ríkjanna veitir lögregluyfirvöldum í 49 fylkjum og flestum stórborg- um þjónustu sína. Ríkisskattstofan fær 25.000 upplýsingaskýrslur á ári frá lánstraustsupplýsingaskrifstof- um í einkaeign. Arthur Miller, lagaprófessor við Michiganháskóla, sem fæst nú eingöngu við að vernda rétt manna til raunverulegs einka- lífs, hefur þetta að segja í þessu efni: „í raun og veru hefur Upp- lýsingamiðstöð ríkisins þegar hafið starfsemi sína.“ f stjórnarskránni sjálfri er ekki minnzt sérstaklega á neinn rétt manna til þess að fá að hafa einka- líf sitt í friði. En árið 1965 kvað Hæstiréttur upp þann úrskurð, að slíkur réttur væri í rauninni fólg- inn í ýmsum réttindum, sem mönn- um eru tryggð með Mannréttinda- yfirlýsingunni. Hann ógilti því lög, sem sett höfðu verið af þingi Connecticutfylkis, en samkvæmt þeim skyldi bannað að veita upp- lýsingar um getnaðarvarnir. ,,Sú hugmynd, að fólk eigi skilyrðis- laust að fá að vera í friði með einkalíf sitt, er draumórakennd," segir Charles Fried, prófessor við lagadeild Harvardháskólans. ,,Það eru ýmsar tegundir upplýsinga, sem voru alls ekki veittar áður en verður nú skyndilega að veita.“ Það er staðreynd, að í flóknu þjóðfé- lagi getum við ekki tekið skynsam- legar stefnuákvarðanir, án þess að upplýsingar séu fyrir hendi. ÓAFMÁANLEGAR UPPLÝSINGAR Kjarni máls þessa er sá, hvort Bandaríkjamenn hafi ekki sætt sig of auðveldlega við hina vafasömu kosti símahlerana og annarra hler-' ana, geysilega ýtarlegra spurninga- lista um persónuleg efni og einka- líf manna og aðra nýtízkulega inn- rásarseggi í friðhelgi einkalífsins. Þetta er flókið viðfangsefni. Það er ekki um einhvern snilling að ræða, sem skeytir saman allar fáanlegar upplýsingar um menn í einhverjum illum tilgangi. En samt er það eðli stofnana sem slíkra, bæði ríkis- stofnana og einkastofnana, að nota
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.