Úrval - 01.01.1971, Page 56

Úrval - 01.01.1971, Page 56
54 ÚRVAL svolítinn síðdegisblund á heimili sínu, mitt á milli Hótel Monterrye og borgarinnar. Hann hljóp út og fann jörðina lyftast og hníga, líkt og hún lemdi iljar hans. „Bifreiðin mín valt eins og bolti,“ segir hann, er hann minnist þessa dags. „Mér fannst ég væri að missa jafnvægið. Það var eins og fimm manneskjur væru allar að reyna að toga mig sitt í hverja áttina. Þegar jarðskjálftinn hætti, ók ég í áttina til Huarás til þess að reyna að veita einhverja aðstoð. Brátt varð rykið svo þétt, að ég gat varla greint nokkurn hlut. Eg reyndi að aka upp eftir Avenida Raymondi, þegar ég náði til Huarás. En sú gata fyrir fannst ekki lengur. Alls staðar gat að líta rústahauga, og það var engin leið að greina, hvar göturnar og húsin höfðu verið. Allt vfirbragð borgarinnar hafði breytzt. Konur klöngruðust örvita af ótta yfir haugana og æptu nöfn ástvina sinna. Menn, sem ég hafði þekkt ár- um saman, reikuðu alrykugir fram hjá mér án þess að þekkja mig. Þeir höfðu fengið lost. Augu allra log- uðu af ótta og angist." Á Plaza de Armas, torginu í mið- hluta Huarás, en það líkist helzt skemmtigarði, var fátt um mann- inn og ósköp rólegt að venju þetta sunnudagssíðdegi. Nokkrir sátu þar á bekkjum og röbbuðu saman eða reikuðu um undir háum pálma- trjánum fram hjá lokuðum verzl- unum. Hin tignarlega dómkirkja var tóm, að undanteknum örfáum gestum, sem höfðu gengið þangað inn til þess að skoða hana. í barnaskólanum Colegio Santa Elena við suðurenda torgsins voru saman komin 300 skólabörn ásamt fjölskyldum sínum og gestum. Það var verið að halda upp á afmæli príorinnunnar, sem var skólastýra skólans. Uppi á leiksviðinu í opna innri húsagarðinum í miðri bygg- ingunni stóð 10 ára gömul telpa. Hún var að flytja lítinn ræðustúf og bjóða foreldrana velkomna. Þá tók jörðin að skjálfa, og svo lyft- ist hún upp. Telpan þagnaði og hljóp svo út af leiksviðinu. Veggir tóku að springa og falla inn. Fimmt- án punda múrsteinum rigndi í all- ar áttir. Margir fullorðnir dóu, er þeir beygðu sig yfir börnin og reyndu að skýla þeim með líkama sínum. Hryllings- og kvalaóp þeirra drukknuðu í þeirri ringulreið, er nú varð. 21 klukkustundu síðar fann björgunarsveit Bede Jamie- son, hinn bandaríska príor Bene- diktusarreglunnar í Huarás. Hann hafði beygt sig yfir tvær litlar telp- ur og reynt að verja þær fyrir grmthruninu. Hann var látinn, auk 200 annarra í skólabyggingunni, en telDurnar tvær voru lifandi. Á einni hryllilegri mínútu varð skólabyggingin og 32 af 35 öðrum byggingum, er mynduðu ferhyrn- ing' umhverfis torgið, að einum risa- haug. Rauðu skífuþökin, hvítkölk- uðu veggirnir, bláu hurðirnar og svalirnar, allt hvarf þetta og moln- aði sundur í einu allsherjar ryk- skvi. Á dómkirkjunni voru tveir turnar, miklir um sig og sterkleg- ir. Þeir líktust helzt varðturnum á rammgerðu virki. Þeir hrundu til grunna og sömuleiðis dómkirkju-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.