Úrval - 01.01.1971, Page 72

Úrval - 01.01.1971, Page 72
70 enn innilegri vinir og félagar en áð- ur en hann fæddist. „Að eiga ást og vináttu þessa drengs er okkur meira virði en allt annað í veröldinni,“ sagði fað- ir hans í grein sem hann skrifaði um sólskinsbarnið þeirra. ,,-Það er ekki hægt að umgangast Clive án þess að fyllast hrifningu. Eins og flestir mongólar er hann góðhjart- aður, einlægur og lífsglaður. Auk þessara dýrmætu eiginleika er hann gæddur ríkulegri kímnigáfu og hef- ur lag á að vera prakkari á skemmtilegan hátt. Það er unaður að hafa hann í kringum sig núna, og þessum yndislega persónuleika mun hann halda óspilltum til ævi- loka. Og okkur er óhætt að sýna honum alla þá ást sem við búum yfir, án þess að hann verði að dek- urbarni, því að ástin er það sem mongólarnir dafna bezt af, líka þegar þeir eru orðnir fullorðnir“. HJÁLPSEMI OG HJARTAGÆZKA Vitanlega hefur það krafizt þol- inmæði og þrautseigju að hjálpa Clive til að ná þeim þroska sem hann hefur nú öðlazt. Hversu litlar sem framfarirnar voru, urðu Halli- wellhjónin allshugar glöð. Það var sigur í hvert sinn. Fyrst óttuðust þau, að hann myndi aldrei læra að ganga, en þegar hann byrjaði að fikra sig áfram fjögurra ára gam- all, vissu þau, að allt var á góðri leið. Það var líka dagur sigurhróss þegar hann gat orðið talið upp að fjórum, og þegar hann var fimm ára, gat hann bent rétt á hvaða ÚRVAL föður- eða móðursystir var gift hverjum manni. Þangað til hann var átta ára, gat hann ekki talað. Hann lét sér nægja að brosa og segja já, ef hann var spurður einhvers. En fyrstu raun- verulegu andsvörin komu þegar hann var spurður: „Hvern þykir þér vænt um?“ Þá brosti hann ást- úðlega og nefndi pabba og mömmu og nöfn ýmissa ættingja og vina, og um leið kyssti hann út í loftið. Svo fór hann að svara. •—• Ef hann var spurður t. d.: „Hvar varstu í dag?“ sagði hann — „Skóla“ eða „Afa“. Síðan bjó hann til smásetningar. „Vill ekki“. Eða „Opna sjónvarp". Og stundum „Mamma, ís — gera svo vel“. Eins komu í ljós hjá honum undraverðir eftirhermuhæfileikar. Hann hermdi svo ómótstæðilega eftir öllum í kringum sig og þekkt- um sjónvarpsmönnum, að viðstadd- ir veltust um af hlátri. Hann lærir mikið af sjónvarpinu og er farinn að tala skýrt nema þegar hann verður of ákafur. Hann er ekki hrifinn af sjónvarpsfréttun- um, en horfir með athygli á allar kvikmyndir, þó að hann geti að sjálfsögðu ekki fylgzt með þræðin- um. Og hjálpsemi hans og hjarta- gæzka er óþrjótandi. Hann finnur alltaf ef einhver á bágt, og þá kem- ur litla höndin hans og klappar bh'ðlega. „Allt betra núna“, segir hann svo. Eins vill hann aðstoða við heimilisstörfin af fremsta, megna. — Foreldrar hans láta sén í léttu rúmi liggja þótt dálítið hafi brotnað af bollum og diskum með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.