Úrval - 01.01.1971, Síða 73

Úrval - 01.01.1971, Síða 73
ÞAR ER ALLTAF SÓLSKIN 71 an hann var að læra að þurrka þá, því að gleði hans er svo einlæg hvert sinn sem hann getur gert eitthvað fyrir einhvern. ÞAR ER ALLTAF SÓLSKIN Hann fer í skóla, og stundum heimsækir hann vini sína, einkum afann sem hann er fjarska hrifinn af. En hann er annars mjög heima- kær. ,.Vera heima núna“, segir hann biðjandi við foreldra sína. Og þegar ósk hans er uppfyllt, dregur hann þau hvort að öðru, svo hann geti faðmað bæði í einu. „Mamma mín“, segir hann ljómandi af ánægju. „Vinur minn, pabbi. Hús- ið mitt“. Auðvitað er hann stundum hrekkjóttur eins og allir drengir. En það nægir, að pabbi eða mamma setji upp sorgarsvip, þá hættir hann undir eins. Lífsgleði hans smitar alla í kring- um hann. Fjörið. ánægjan og dill- andi hlátrarnir samfara hlýrri um- hyggju og ástúð vinna hjörtu allra sem nálægt honum koma. Hann er sterkur og hraustur líkamlega, og hann gerir sér ekki ljóst, að hann hafi neinar hugrænar takmarkan- ir. Það sem hann á annað borð get- ur gert, það gerir hann vel, og hann á eftir að læra ýmislegt fleira. „Hann er sannkallað sólskins- barn“, segir faðir hans, Leslie Hailiwell. „Og við höfum lært meira af honum en nokkrum öðr- um. Hann sýnir okkur .hvað ein- lægni, glöð lund og óeigingjörn ást er í raun og veru. Hann hefur opn- að augu okkar fyrir gildi einfald- leikans. ímyndið ykkur ekki, að við þjáumst af sjálfsvorkunn, því að það er fjarri sanni. Ef til vill er einkennilegt að segja það, og oft höfum við undrazt það sjálf, en byðist okkur það kraftaverk sem gæti gert Clive að venjulegu nor- mal barni myndum við afþakka það. Við vildum heldur hafa hann nákvæmlega eins og hann er. Heim- urinn sem við lifum í, er fullur af greindu og gáfuðu fólki, og það er ekki hamingjusamur heimur. En í heiminum sem Clive lifir, þar er alltaf sólskin". ☆ Ég dvaldi um hríð i sjúkrahúsi einu í fjallahéraði uppi Ozarkfjöllum. 1 næsta rúmi lá roskinn bóndi, sem hafði fengið minni háttar hjartaáfall. Líðan gamla mannsins tók nú óðum að batna, og 'hann var brátt orðinn alveg ólmur í að komast heirn. Hjúkrunarkonan sagði honum bá, að hann yrði að vera barna dálítið lengur, svo að hann gæti fengið frekari meðhöndlun. Ha.nn vildi þá fá að vita, hve lengi hann, yrði að vera iþar. „Kannski nokkra daga, kannski eina eða tvær vikur. Það er allt undir því komið, hvað læknirinn ákveður að gera.“ Þá svaraði sá gamli: „Jæja, segðu þá lækninum, að það kosti mig eina belju á dag að liggja ihérna ,... og ég á nú ekki svo stóra hjörð." R. Sebille
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.