Úrval - 01.01.1971, Page 89

Úrval - 01.01.1971, Page 89
87 ennirnir streymdu að * M * /i\ /;\ /I\ /7,\ * * * •* úr öllum áttum. Þeir héldu allir í áttina til aflóga kirkju einnar, sem stendur ónotuð í greniskóginum nálægt bænum Raleigh í Mississippifylki. Leiðin, sem þeir áttu að halda, hafði verið vel merkt. Rétt fyrir ut- an bæinn hafði bifreið verið lagt fyrir utan brún malarvegar. Og á einni aurhlífinni stóð pappakassi undan Coca-Cola-flöskum. Menn- irnir beygðu allir inn á þennan veg. Þeir óku eftir skógarstíg með risa- vöxnum trjám á báða bóga, síðan fram hjá feni einu, þangað til þeir komu að öðrum vegamótum, þar sem Coca-Cola-pappakassi hékk í trjágrein. Þar beygðu þeir til vinstri, og skömmu síðar stöðvuðu tveir vopn- aðir verðir þá. Annar þeirra skrif- aði hjá sér skrásetningarnúmer hverrar bifreiðar, en hinn sagði við ökumanninn: „Láttu mig fá hrepps- og félagsnúmer ykkar“. Enginn var spurður um nafn, því að menn þess- ir voru allir meðlimir leynifélags, sem þekkt er undir nafninu „Hinir hvítu riddarar Ku Klux Klan“ í Mississippifylki. Hver þeirra átti sérstakt skrásetningarnúmer sem meðlimur leynifélagsins og var ein- göngu spurður um það númer sitt, en ekki nafn. Þegar verðirnir höfðu fullvissað sig um, að þarna væru raunveru- legir meðlimir á ferð, sögðu þeir ökumönnum að halda áfram. „En skiljið byssurnar ykkar eftir í bíln- um, þegar þið komið að kirkjunni,“ bættu þeir við í varnaðarskyni. Þetta var þ. 7. júní árið 1964. Það var sunnudagur, en mennirnir voru ekki að fara til guðsþjónustu. Þeg- ar þeir voru komnir að gömlu kirkjunni, sem stóð þar í litlu rjóðri um mílu vegar frá varðstöðinni, biðu þeir svolitla stund fyrir utan. Þeir gengu á milli manna, heilsuðu kunningjum og vinum og röbbuðu við þá. Tveir meðlimir sveimuðu fram og aftur yfir rjóðrinu í tveim litlum einkaflugvélum og höfðu auga með öllu svæðinu. Þeir voru í talsambandi við varðstöðvar. á jörðu niðri með hjálp labb-rabb- tækja. Varðmenn voru á víð og dreif í rjóðrinu, en 6 vopnaðir menn á hestbaki voru á stöðugu sveimi í skóginum í kring. Þegar liðið var nokkuð fram á morguninn, höfðu 300 menn safn- azt saman þarna í rjóðrinu. Þeir héldu síðan inn í kirkjuna, þegar þeim var skipað það. Hávaxinn maður með skollitað hár steig upp í ræðustólinn. Þetta var þrítugur maður, Sam Holloway Bowers yngri að nafni, stofnandi „Hvítu riddar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.