Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 91

Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 91
88 URVAL MORÐ í MISSISSIPPI 89 anna“ og hinn fyrsti „Konunglegi spekingur" þeirra. „Kaeru Klanfélagar,“ hóf hann máls, „við erum hér saman komnir til þess að ræða um það, hvað við eigum að gera í varnarskyni gegn innrás negra og kommúnista í Mississippifylki, sem mun hefjast eftir nokkra daga. Ég er hér með Konunglega framkvæmdaskipun. Gjörið svo vel og hlustið vel á efni hennar.“ Hann lyfti margra blaðsíðna plaggi hátt á loft og hóf síðan lest- urinn: „I sumar mun óvinurinn hefja lokasókn til þess að reyna að tryggja sér endanlegan sigur í Mississippifylki. Þungamiðja sókn- arinnar mun beinast að þessu tvennu: Annars vegar verða miklar mótmælagöngur á götum úti, úti- fundir og áróðursstarfsemi, sem negrar munu hrinda af stað og beinist að því að framkalla mót- mæli hvítra manna gegn undir róðri þessum og þar með götubar- daga, sem leitt gætu til algerar þjóðfélagslegrar ringulreiðar. Hins vegar verður svo gefin út tilskipun af hinum kommúnisku yfirvöldum, S''-m hafa með höndum stjórn landsins. í tilskipun þessari verður því lýst yfir, að algert uppreisnar- ástand ríki í fylkinu og því skuli setja herlög þar, og þar á eftir mun svo hefjast hertaka alríkisher- manna í stórum.stíl. . . .“ Mennirnir hlustuðu af athygli á orð Bowers og álitu sig vera ein- angraðan hóp ættjarðarvina, hina síðustu framverði varnarlínunnar gegn þessu sfórkostlega samsæri, Síðan lýsti Bowers herbrögðum þeim, sem grípa skyldi til í varnar- skyni gegn „innrás“ þessari. Á yfir- borðinu áttu Klanfélagar að taka höndum saman við lögregluna á hinum ýmsu stöðum og aðra þá, sem halda áttu uppi lögum og rétti, og þykjast styðja slíka aðila. Svo bætti hann við: „En í öllum til- fellum verða einnig að vera til taks aðrir hópar meðlima okkar, sem halda sig utan við helztu óeirðar- svæðin, vopnum búnir og tilbúnir að láta til skarar skríða, hvenær og hvar sem þurfa þykir. Þetta verða að vera eitilharðir hópar, sem geta fært sig leifturhratt stað úr stað og eru reiðubúnir að beita skefjalausu ofbeldi. Þetta verða að vera hópar, sem geta gert tafarlausa árás og horfið síðan samstundis að henni lokinni." Óvinurinn, sem Bowers talaði um, var Ráð hinna sameinuðu félaga- samtaka (COFO: Council of Feder- ated Organizations), enda þótt hann kallaði óvin þennan „kommúnisk- an“ æ ofan í æ. Ráð þetta var stofn- að árið 1963 af leiðtogum mann- réttindahreyfingar negranna. Ráð þetta er stutt af Kynþáttajafnréttis- ráðinu (CORE: Congress of Racial Equality), Landssambandi fram- sóknar þeldökkra (NAACP: Nati- onal Association for the Advance- ment of Colored People) og nokkr- um öðrum félagssamtökum. Á árunum 1962 og 1963 hafði þungamiðja mannréttindabarátt- unnar flutzt til Mississippifylkis. Og var lögð sífellt meiri áherzla á að fá negra til þess að láta skrá- setja sig sem fullgilda kjósendur. (Færri en 24.000 af 400.000 kosn- ingabærum negrum voru þá skráð- ir á kjörskrá í fylkinu). Ráð hinna sameinuðu félagasamtaka hélt bar- áttu þessari áfram og var nú ein- mitt að skipuleggja slíkt starf hundruða ungra manna og kvenna, sem vinna skyldu þar í fylkinu sumarið 1964. í augum Bowers var þar um ,,innrásarseggi“ að ræða. „Við verðum að viða að okkur vopnum og skotfærum,“ sagði Bow- ers að lokum. „Við verðum að þjálfa árásar og varnarflokka. Við verðum að koma á laggirnar áróð- ursstarfsemi og áróðurstækjum. Og við verðum að efla alvarlegan,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.