Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 97

Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 97
MORÐ í MISSISSIPPI 95 menn mannréttindahreyfingarinnar fyrirlestra um siði Mississippifylkis og klæðnað fólks og framkomu þar í fylki og kenndu sjálfboðaliðunum margt gagnlegt um slíka hluti. Einn þeirra komst til dæmis svo að orði: „Það, sem getur verið álitið ósköp saklaust í Norðurríkjunum, t. d. það að leggja handlegginn vinalega yfir axlir einhvers af öðr- um kynþætti, getur verið álitið ósiðlegt os jafnvel klámfengið suð- ur í Mississippifylki.“ Sjálfboðalið- arnir hlutu fræðslu um það, hvern- ig þeir ættu að reyna að fá negr- ana til þess að fá sig skráða á kjör- skrá, og æfðu slíkar fortöluaðferðir aftur og aftur. „Þið verðið kannske drepnir," sagði James Forman, aðalritari Samræmingarnefndar ofbeldisand- vígra stúdenta (SNCC: Student Nonviolent Coordinating Commit- tee), við þá í aðvörunarrómi. Svip- ur hans var alvarlegur, er hann mælti þessi orð. Hugsanleg átök voru sviðsett fyr- ir sjálfboðaliðana. Einn hópur stúdenta var látinn leika óvinveitta, hvíta Mississippibúa. Áttu þeir að ausa svívirðingum yfir hinn hóp- inn og reyna á allan hátt að ögra honum. Sá hópur átti að taka þátt í mótmælagöngu, sem -átti að vera farin til stuðnings kjörskrárskráningu negranna. (Leikurinn varð stundum svo eðli- legur, að menn misstu stjórn á skapi sínu og lentu í handalögmál- um). Unga fólkinu var sýnt, hvern- ig það ætti að verjast vatnsbunum úr brunaslöngum. Átti það að leggj- ast endilangt og verja vel augun. Einnig var því sýnt, hvernig það átti að draga sem mest úr meiðsl- um af völdum fótasparks með því að hnipra sig saman á jörðinni. John Doar frá Mannréttindadeild Dómsmálaráðuneytisins leit inn til sjálfboðaliðanna til þess að vara þá við: „Það er ekki um að ræða neitt alríkislögreglulið í Mississippifylki, sem geti verndað ykkur, ef þörf krefur. Ég • mæli með því, að þið horfizt í augu við þessa staðreynd og hagið ykkur í samræmi við hana.“ Fjöldi sjálfboðaliða reyndist ekki nema þúsundum, heldur var aðeins um 800 slíka að ræða. En samt gerðu allir sér grein fyrir því, að ástandið í Mississippi varð nú hættulegra með hverjum deginum. Og nú reiddu Klansamtökin til höggs í fyrsta skipti. Það högg var greitt aðfaranótt þ. 16. júní. Rúmlega 100 Klanfélagar frá Neshoba og Lauderdalehrepp- um höfðu safnazt saman í fim- leikahúsi við tóman skóla um fjór- um mílum fyrir austan Philadel- phiu, aðsetursstað hreppstjórnar Neshobahrepps. „Við ætlum að ræða um Gyðingadrenginn, hann Geithafur,“ sagði einn Klanfélag- inn við annan. „Hann hefur verið á einhverjum leynifundi með nigg- urunum í Longdale." Héraðið Longdale var byggt negrum. f því var meþódistakirkj- an Zionsfjall. Schwerner vildi fá að nota hana fyrir miðstöð á veg- um Ráðs hinna sameinuðu félags- samtaka negranna, en safnaðar- stjórnarmeðlimir höfðu enn ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.