Úrval - 01.01.1971, Page 100

Úrval - 01.01.1971, Page 100
98 ÚRVAL TEKNIR FASTIR TIL YFIRHEYRSLU Eftir að Mickey Schwerner sneri aftur til Meridian laugardaginn 20. júní, sagði hann: „Ég ætla að fara yfir til Longdale á morgun og reyna að komast að einhverju í máli þessu.“ Hann dvaldi um nótt- ina í húsinu, sem hann bjó í ásamt Andrew Goodman, tvítugum stúd- ent, sem stundaði mannfræðinám við Queensháskólann í New York- borg. (Rita Schwerner hafði orðið eftir norður í Ohiofylki og ætlaði að dvelja þar áfram um stundar- sakir). Goodman hafði verið einn sjálfboðaliðanna, sem tekið höfðu þátt í þjálfunarnámskeiðunum við Oxfordkvennaháskólann. Hann var einn þeirra sex sjálfboðaliða, sem sendir höfðu verið suður til Meri- dian að námskeiðinu loknu. Þeir Schwerner, Goodman og Chaney komu saman í aðalbæki- stöðvum Ráðs hinna sameinuðu fé- lagssamtaka negranna næsta morg- un og kom þeim þá saman um að fara í svolítið ferðalag. Schwerner viðhafði venjulegar varúðarráð- stafanir. Hann sagði einum starfs- manninum á skrifstofunni, hvert hann ætlaði og að hann byggist við að koma aftur ekki síðar en klukk- an 4 síðdegis. „Ef við verðum ekki komnir aftur fyrir þann tíma,“ sagði hann, „skuluð þið fara að leita okkar.“ Neshobahreppur, sem Longdale- héraðið er í, telur 20.500 íbúa. Um helmingur býr í Philadelphiu, að- setursbæ hreppsstjórnarinnar, eða í nánd við hann. Af íbúunum eru aðeins 5500 svartir og 1000 eru Choctaw-Indíánar. Áhrif mannrétt- indabaráttunnar höfðu aldrei bor- izt til þessa afskekkta svæðis. Og sumir menn voru ákveðnir í því að hindra, að þau bærust þangað nokkurn tíma, þar á meðal lög- reglustjórinn, Lawrence A. Rainey, sem hafði boðið sig fram til þessa starfs undir kjörorðinu: „Maðurinn, sem getur ráðið við þær aðstæður, sem kunna að skapast.“ Hann þurfti ekki að segja meira. Þegar þeir Schwerner, Goodman og Chaney komu til Longdale, stönzuðu þeir við Zionfjallskirkj- una til þess að skoða rústirnar. Svo fóru þeir að hitta Cornelius Steele og konu hans. Steele sagði þeim, hvað hann hefði séð og heyrt, áður en þeim tókst að komast undan. Schwerner spurði þá: „Ertu reiðu- búinn að koma til aðalbækistöðva Ráðs hinna sameinuðu félagasam- taka á þirðjudaginn og gefa þar skjalfestan, vottfestan vitnisburð um atburð þennan? Við ætlum að fara í mál við yfirvöld Neshoba- hrepps vegna þessa.“ Steele lofaði að gera það. Þessir þrír liðsmenn mannrétt- indahreyfingarinnar yfirheyrðu einnig Cole hinn yngri, en andlit hans var enn bólgið eftir barsmíð- ar Klanfélaganna. Schwerner spurði hann, hvort hann væri reiðubúinn til þess að koma til Meridian með Steele og gefa þar skjalfestan, vott- fsetan vitnisburð um atburðinn. ..Mér líður ekki sem bezt,“ svaraði Cole. „Ég geri það, ef ég treysti mér til þess.“ Þeir Schwerner, Goodman og Chaney lögðu nú af stað til Meri-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.