Úrval - 01.01.1971, Page 101

Úrval - 01.01.1971, Page 101
MORÐ í MISSISSIPPI 99 dian aftur og fóru um Philadel- phiu. En þegar þeir voru komnir um eina mílu inn fyrir borgar- mörkin, var Chaney, sem ók bíln- um, stöðvaður af Cecil Price, vara- lögreglustjóra Neshobahrepps og kærður fyrir of hraðan akstur. Harmleikurinn, sem átti eftir að skelfa alla þjóðina, var nú hafinn. Með aðstoð tveggja vegalögreglu- þjóna fór Price með ungu mennina þrjá í bæjarfangelsið. Það var lítið og líktist helzt gömlu virki. Price spurði fangana aðeins nokkurra spurninga og komst þá að því, að þeir höfðu farið til Longdale til þess að rannsaka kirkjubrunann. Svo benti hann á Chaney og sagði við eiginkonu fangavarðarins, Min- ne Herring að nafni: „Þú mátt bóka þennan fyrir of hraðan akstur. Hin- ir tveir eiga að sitja í gæzluvarð- haldi, vegna þess að það þarf að yfirheyra þá.“ Schwerner spurði Price, hvort hann mætti hringja. „Þú verður að bíða í nokkrar mínútur,“ svaraði Price. Svo gekk hann út, eftir að fangarnir höfðu verið læstir inni í fangaklefum. Síðar bað Schwerner enn um leyíi til þess að hringja til Meridi- an. „Þú mátt ekki fara út úr klef- anum,“ svaraði Virgil Herring fangavörður. „En samþykkir þú að láta skrifa símtalið hjá þeim, sem hringja á í, skal ég hringja fyrir þig. Schwerner neitaði tilboði þessu. Augsýnilega áleit hann, að hvorki hann sjálfur né félagar hans væru í neinni hættu, en þar skjátlaðist honum. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA í Meridian jukust áhyggjur manna um afdrif þremenninganna stöðugt, er klukkan var orðin fjög- ur og líða tók á síðdegið. Stundar- fjórðungi fyrir fimm var skrifstofu Ráðs hinna sameinuðu félagasam- taka í Jackson, höfuðborg Mississ- ippifylkis, tilkynnt um hvarf mannanna. En starfsmenn skrif- stofunnar ráðlögðu, að beðið skyldi um hríð, áður en tilkynnt skyldi opinberlega um hvarf mannanna og að eitthvað slæmt kynni að hafa hent þá. En klukkan sex var starfs- fólk skrifstofunnar í Jackson einn- ig tekið að óttast um þremenning- ana. Næstu klukkustundirnar var hringt til ýmissa lögregluyfirvalda á svæðinu. Hringt var til skrifstofu Raineys lögreglustjóra, en þar var enginn við á sunnudögum. Það var ekki heldur hægt að ná sambandi við Rainey á heimili hans. Þar var sagt, að hann væri ekki í bænum. Það reyndist einnig árangurslaust að hringja í lögregluþjóninn, sem var á næturvakt á lögreglustöðinni í Philadelphiu. Það virtist enginn vita, hvar ungu mennirnir þrír voru niður komnir. Nokkrir félagsmenn Ku Klux Klansamtakanna vissu það reynd- ar ofur vel. Tæpum klukkutíma eftir að ungu mennirnir þrír voru fcngelsaðir, hafði Hvítu riddurun- um verið tilkynnt, að þrem starfs- mönnum mannréttindabaráttunnar hefði verið stungið í svartholið. „Og einn þeirra er einmitt Geit- hafur sjálfur!" fylgdi fréttinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.