Úrval - 01.01.1971, Síða 105

Úrval - 01.01.1971, Síða 105
MORÐ í MISSISSIPPI 103 krossar og þeir brenndir sem tákn um andstöðu hinna hvítu gegn sam- skólun og frekara samneyti hvítra og svartra og sem ögrun gegn „inn- rásarsegjunum“. Og ógnir hins „Ósýnilega veldis“ gerðu það að verkum, að raddir hófsemi og sátta meðal hvítra manna þögnuðu. Þ. 2. júlí tók Johson forseti ör- lagaríka ákvörðun. Eftir langar viðræður við J. Edgar Hoover, yfir- mann Alríkisrannsóknarlögreglunn- ar, sagði forsetinn: „Ég vil, að þér sendið menn yðar á hnotskóg eftir Ku Klux Klansamtökunum og lát- ið þá afla upplýsinga um starfsemi samtakanna í hverjum hreppnum á fætur öðrum. Ég vil, að Alríkis- rannsóknarlögreglan komi á lagg- irnar eins fullkomnu njósnakerfi og unnt er til þess að afla haldgóðra upplýsinga um starfsemi þessara manna.“ Með þessari tilskipun forsetans efldist rannsóknarstarfsemi Alríkis- rannsóknarlögreglunnar í Mississ- ippifylki og varð miklu víðtækari en áður. Hoover gerði sér grein fyrir því, að lögregluyfirvöld hvers staðar hlutu að bera ábyrgð á því að halda hryðjuverkamönnum í skefjum og brjóta vald þeirra á bak aftur, að sjálfsögðu með stuðningi sterks al- menningsálits. Það yrði að fá sjálfa íbúa Mississippifylkis til aðstoðar, ef unnt ætti að reynast að tryggja, að farið yrði að lögum og löggæzi- an næði yfirhöndinni. Hann ákvað að herferðin gegn Ku Klux Klan- samtökunum skyldi verða sameig- inleg viðleitni ríkisstjórnar og fylk- isstjórnar. Hann ætlaði að tryggja sér aðstoð Vegaöryggiseftirlitsliðs fylkisins og einnig lögreglu og lög- reglustjóra hinna ýmsu byggðar- laga, að svo miklu leyti sem slíkt yrði unnt. Þ. 10. júlí flaug Hoover suður til Jackson. f heila klukkustund ræddi hann við Paul Johnson fylkisstjóra um vandamál þau, sem sköpuðust af völdum starfsemi Ku Klux Klan- samtakanna. Johnson fylkisstjóri hét forsetanum aðstoð sinni í bar- áttu þessari. Og síðar sama dag voru þeir viðstaddir hátíðlega at- höfn, er opnuð var ný skrifstofa Alríkisrannsóknarlögreglunnar í Jackson, ásamt ýmsum embættis- mönnum borgarinnar og fylkisins. Rétt fyrir miðnætti fékk C. D. DeLoach, aðstoðarmaður Hoovers, upphringingu frá bílahótelinu ,,Sól og sandur". Karlmannsrödd sagði í flýti: „Ef þið J. Edgar Hoover og þið hinir tíkarsynirnir gangið út úr hótelinu ykkar klukkan átta í fyrramálið, verðið þið skotnir í klessu!" „Við verðum mættir," sagði De- Loach, „og við munum svipast um eftir þér.“ Svo slitnaði sambandið. Þeir fengu aðra upphringingu klukkan 2 um nóttina. En þá höfðu rannsóknarlögrgelumennirnir um- kringt bílahótelið. Og þegar Hoov- er og aðstoðarmenn hans komu út úr gistihúsinu á leið sinni til flug- vallarins, virtist allt með kyrrum kjörum. Og það gerðist ekkert sér- stakt á leiðinni til flugvallarins. En herferðin gegn Ku Klux Klansam- tökunum breyttist nú fljótlega í skæruhernað. „Þetta er stríð milli Ku Klux Klan og Alríkisrannsókn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.