Úrval - 01.01.1971, Side 111

Úrval - 01.01.1971, Side 111
MORÐ í MISSISSIPPI 109 gegn loforði um góða hegðun. Charles Evers, sem þá var ritari í deild Landssambands framfarafé- laga þeldökkra í Mississippifylki, varð svo að orði, er hann heyrði fréttirnar: „Réttvísin í Mississippi- fylki er til skammar." En innan vébanda Klansamtak- anna fyrir fundust þó menn, sem hlýddu á rödd samvizkunnar. Einn þeirra var Wallace Miller, yfirlög- regluþjónn í lögreglu Meridian og ákveðinn aðskilnaðarsinni. Hann hafði gengið í Klansamtökin í árs- byrjun. En nú fann hann til ákafr- ar sektarkenndar. Hann vissi, hverjir höfðu lagt á ráðin um morð- in á Schwerner og félögum hans, og hann ákvað að setja sig í sam- band við Alríkisrannsóknarlögregl- una. Ákveðið var, að hann kæmi til viðtals í annarri viku september- mánaðar. Hann kom á fund eins rannsóknarlögreglumannsins með mikilli leynd, og þeir fundir áttu eftir að verða margir. Strax á fyrsta fundinum byrjaði hann að leysa frá skjóðunni. Hann ræddi við rannsóknarlögreglumanninn nótt eftir nótt og veitti honum allar þær upplýsingar, sem hann hafði á takteinum, um Klansamtökin, skipulag þeirra og starfsemi. Þegar hann hafði skýrt frá öllu því, er hann vissi, sagði hann: „Eg ætla að segja skilið við Klansam- tökin. Ég ætla ekki að láta draga mig inn í fleiri ofbeldisverk." Þá svaraði rannsóknarlögreglu- maðurinn: „Wallace, ef þú heldur áfram að vera félagi í Klansamtök- unum, eins og ekkert hafi í skor- izt, geturðu gert landi þínu og Miss- issippifylki mikið gagn. Skilurðu það ekki? Ef við vinnum saman, getum við gengið milli bols og höf- uðs á þessum samtökum.“ Það varð að samkomulagi, að Ál- ríkisrannsóknarlögreglan greiddi Miller fyrir þann tíma, sem hann eyddi í samstarf þetta, og að sér- stakar varúðarráðstafanir skyldu gerðar honum til varnar. Og þann- ig tók Alríkisrannsóknarlögreglan að smeygja uppljóstrurum inn í stöður sem aðstoðarmenn hins „Konunglega spekings“, Sams Bow- ers, í þeim tilgangi að afla gagn- legra upplýsinga um samtökin. „STAÐUR TIL ÞESS AÐ GRAFA ÞÁ Á“ Þessi starfsemi Alríkisrannsókn- arlögreglunnar innan vébanda Hvítu riddaranna jókst hröðum skrefum í september og október. Aðrir upp- ljóstrarar hjálpuðu til og veittu ýmsar aðrar upplýsingar um sam- tökin og starfsemi þeirra, án þess að nokkur þerira gerði sér grein fyrir því að hann var aðeins lítið hjól í stórri vél. Alríkisrannsóknarlögreglan var nú viss um, að hún hefði fengið vitneskju um marga helztu for- sprakka Klansamtakanna í morði Schwerners og félaga hans. En samt gerði hún enga tilraun enn til þess að hafa gætur á mönnum þess- um. Uppljóstranastarfið gekk nú svo greiðlega, að rannsóknarlög- reglumennirnir vildu ekki hætta á að vekja tortryggni neinna Klanfé- laga. En í yfirlýsingu einni, sem gefin var í október, var 26 ára gam- all sölumaður bifreiðavarahluta,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.