Úrval - 01.01.1971, Page 114

Úrval - 01.01.1971, Page 114
112 skothríðinni lokinni: „Jæja þá, við skulum henda þessum náungum upp í stationbílinn og fara með þá á staðinn.“* Líkunum var síðan ekið til bæj- ar Burrage. Þá var stíflugarðurinn aðeins nokkur fet á hæð. Líkin voru dregin upp á stíflugarðinn. Jarðýtu var síðan ekið að honum. Annað beltið fór yfir hluta af lík- ama Chaneys. Það tók aðeins nokkrar mínútur að grafa ungu mennina þrjá. Klanfélagar þurftu ekki að óttast, að líkin fyndust. Búizt var við jarðýtum á staðinn snemma næsta morguns til þess að halda áfram vinnunni við stíflu- gerðina. Posey sagði: „Þeir ferða komnir 20 fet undir stíflugarðsbrúnina, áð- ur en yfir lýkur.“ Mennirnir ræddu svo um ráða- gerðir þær, sem uppi voru um að brenna stationbifreið ungu mann- anna. Þegar því verki var lokið, dreifðust þeir sinn í hverja áttina. Útþurrkunartilskipun hins „Kon- unglega spekings“, Sam Bowers, hafði verið framkvæmd á alger- * Byssuhlaupsrispur, sem fundust á kúlunum tveim, er teknar voru úr lík- ömum Schwerners og Goodmans, og á kúlunni, sem hæfði Chaney í bakið, sanna, að þessar þrjár kúlur komu úr sömu byssunni. Kúlan í kvið Chaneys kom úr annarri byssu. Af þeirri ástæðu og vegna vitnisburðar, er síðar fékkst, álítur Alríkisrannsóknarlögreglan, að sú kúla sé úr byssu Jordans. En skot það, er olli bana Chaneys, var það, sem hann fékk í höfuðið. Byssuhlaupsrisp- urnar á fimmta skotinu voru ekki nægi- lega greinilegar til þess að sanna á óyggj- andi hátt, úr hvaða byssu kúlan kom. ÚRVAL lega miskunnarlausan hátt, í skyndi og alveg umbúðalaust. LAGAFLÆKJUR, ER HINDRUÐU FRAMGANG MÁLSINS Alríkisrannsóknarlögreglan til- kynnti þ. 25. nóvember, að hún vissi, hverjir morðingjarnir væru. Fólk í Mississippifylki ætlaði ekki að trúa þessu í fyrstu. Rainey lög- reglustjóri sagði: „Hvers vegna handtekur Alríkisrannsóknarlög- reglan þá ekki, fyrst hún veit, hverjir þeir eru.“ Ríkisvöld Bandaríkjanna geta ekki stefnt neinum fyrir rétt vegna morðs, nema morðið hafi verið framið á stað, sem er í eigu ríkis- ins. En það var hægt að kæra hina meintu samsærismenn fyrir að brjóta landslög um mannréttindi. Aðfaranótt þ. 3. desember loguðu ljós lengi í skrifstofu Alríkisrann- sóknarlögreglunnar í Meridian, er rannsóknarlógreglumennirnir und- irbjuggu handtöku 21 manns. 19 þeirra voru sakaðir um samsæri um „að meiða, þvinga og hræða þá Michael Henry Schwerner, James Earl Chaney og Andrew Goodman og ógna þeim og meina þeim að njóta réttinda, sem stjórnarskrá og lög Bandaríkjanna tryggja þeim.“ (Á þeim tíma var þetta afbrot, sem gat haft í för með sér 10 ára fang- elsisvist og 5000 dolara sekt sem hámarksrefsingu). Hinir tveir voru ákærðir fyrir að hafa vitað um af- brot þetta og látið undir höfuð leggjast að skýra hlutaðeigandi yf- irvöldum frá því. Skömmu eftir dögun dreifðu rannsóknarlögreglumennirnir sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.