Úrval - 01.01.1971, Page 115

Úrval - 01.01.1971, Page 115
MORÐ í MISSISSIPPI 113 og hófu handtökurnar. Rainey lög- reglustjóri og Price varalögreglu- stjóri voru meðal þeirra ákærðu, sem handteknir voru. Fréttir af handtökum þessum bárust um gervallt landið á skömm- um tíma, og framámenn í mann- réttindabaráttunni, sem höfðu áður gagnrýnt Alríkisrannsóknarlögregl- una harðlega, voru nú ekki seinir á sér að hrósa henni fyrir fram- takssemina. „Þetta hefur orðið til þess að endurvekja trú mína á lýð- ræðið,“ sagði dr. Martin Luther King. En Rita, ekkja Mickeys Schwerners, lét í ljósi skoðun margra, þegar hún sagði: „Hand- tökur eru alveg gagnslausar, ef það er ekki hægt að fá uppkveðna dóma.“ Að morgni þ. 10. desember söfn- uðust hinir ákærðu saman í réttar- salnum til fyrstu yfirheyrslna, að undanteknum þeim Jordan og Doy- le Barnette. Ungfrú Esther Carter, er var forseti réttarins, neitaði að leyfa rannsóknarlögreglumanni að bera vitni viðvíkjandi undirritaðri frásögn Doyle Barnette. Hún gaf þann úrskurð, að þar væri aðeins um að ræða vitnisburð, reistan á sögusögnum. Þessi úrskurður átti sér ekkert fordæmi. En ungfrú Carter var ósveigjanleg. Af þeim sökum ákvað ákærandinn að leggja ekki fleiri vitnisburði fyrir réttinn. Ungfrú Carter vísaði síðan kærum ríkis- stjórnarinnar á bug og úrskurðaði, að þær hefðu ekki við rök að styðj- ast. Hinir ákærðu voru skyndilega frjálsir að nýju. Slíkt hafði gerzt ótrúlega skyndilega. Jafnvel hinir ákærðu voru alveg sem þrumu lostnir vegna þessarar slembi- lukku. Þegar þeir höfðu náð sér eftir undrunina, gerðust þeir kátir mjög, hlógu og mösuðu við vini og kunningja, sem heilsuðu þeim með handabandi og herðaklappi. Einn þeirra sagði: „Nú gæti Rainey gamli vel náð kosningu sem fylkis- stjóri.“ Þrátt fyrir þá staðhæfingu dómsmálaráðuneytisins, að þessi dómsúrskurður drægi aðeins máls- meðferðina á langinn, en ætti ekki að skoðast sem endanleg niður- staða, þá var ekki hægt að breiða yfir þá staðreynd, að Hvítu riddar- arnir hefðu unnið fyrstu lotu. Þ. 11. janúar árið 1965 kom al- ríkisákærukviðdómur saman í Jack- son, höfuðborg Mississippifylkis, til þess að hlusta á ákærur þær, sem bornar höfðu verið fram í málinu, að tvær kærur gegn 18 mönnum hefðu við rök að styðjast (þar á meðal þeim 17, sem handteknir höfðu verið þ. 4. desember). Og enn var aðalákæran sú, að menn þessir hefðu gert samsæri um að meina látnu mönnunum þrem um að neyta þeirra mannréttinda, sem lög landsins tryggðu þeim. Verjendur sakborninganna voru ekki seinir á sér að bera fram form- leg mótmæli. Og síðla í febrúar- mánuði kvað W. Harold Cox hér- aðsdómari upp þann úrskurð, að samkvæmt landslögum væri ekki hægt að dæma hina ákærðu fyrir alvarlegra afbrot en meiri háttar yfirsjón. Það þýddi, að jafnvel þótt þeir yrðu dæmdir sekir um öll atriði ákæranna, gæti hámarksrefs- ing flestra hinna ákærðu ekki orð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.