Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 12

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 12
10 sló maðurinn hann fjórum sinnum í höfuðið og sagði: „Þegiðu eða ég drep þig.“ Hann festi heftiplástur yfir munn og augu Kennys í mikl- um flýti, lagði síðan umslag á rúm- ið og hjálpaði Kenny niður þrepin og inn í bifreiðina. Kenny var að- eins klæddur í nærbuxur og sokka. „Er öllu óhætt?“ hvíslaði maður- inn í labbrabbtæki sitt. Félagi hans svaraði í sitt tæki, þar sem hann stóð á götuhorni þrem húsum í burtu: „Öllu er óhætt.“ Um 20 mínútum síðar lagði barna- ræninginn bifreiðinni, fór með Kenny upp þrep og að rúmi, sem ekkert var í annað en ein dýna. Hann lagði drenginn þar á grúfu, batt hendur hans og fætur við rúm- ið með vír og tróð vaxi upp í eyru honum. Allt gekk sinn vanagang heima hjá Younghjónunum á mánudags- morgninum, að því undanskildu, að Kenny kom ekki niður til morgun- verðar. Þegar klukkan var orðin átta, fór frú Young því upp á loft til þess að vekja hann. Það lá um- slag á rúminu. En Kenny var ekki í rúminu. Inni í umslaginu var afrit af vélritaðri orðsendingu. Hún hljóðaði svo: „Kallið ekki á lög- regluna, því að þá mun varningur- inn, sem ykkur vantar, verða eyði- lagður miskunnarlaust. Veitið öll- um þeim aðiljum, sem áhuga hafa, eðlilega skýringu á hvarfi þessa varnings. Við þörfnumst 250.000 dollara — eingöngu í hundrað doll- ara seðlum. -— Verið við almenn- ingssímaklefann á Standarstöðinni á norðausturhorni Westwoodstrætis ÚRVAL og Ohiostrætis klukkan 6 eftir há- degi á miðvikudaginn..“ „Þetta er ein af brellunum hans Kennys.“ hugsaði frú Young, er hún sýndi manni sínum bláðið. Young fór upp í herbergi sonar síns og leit á vegsummerkin: Rúm- fötin voru úti um allt gólf, og renni- hurðin var opin. Hann fylltist fyrst ofsareiði, þegar hann gerði sér grein fyrir sannleikanum. En síðan fann hann til hræðilegs ótta. Hann sneri sér að konu sinni og sagði: „Ég held, að hér sé ekki um brellu að ræða.“ Þau litu hvort á annað, féllust síð- an í faðma og grétu. Síðan sagði Young og skeytti ekkert um aðvör- unina: „Ég ætla að hringja í lög- regluna." Nokkrum mínútum síðar komu menn frá lögreglunni í Beverly Hills, og skömmu síðar komu menn frá Alríkisrannsóknarlögreglunni. Ýtarleg leit var gerð í herbergi Kennys, í stiganum úti fyrir og á stígnum, er lá heim að húsinu. En engin gögn fundust, er komið gætu lögreglunni á sporið. Hvergi var nokkur fingraför að finna. Og vél- ritunin á blaðinu var svo óskýr, að ekki yrði unnt að hafa uppi á rit- vélinni með hjálp letursins. Menn Alríkislögreglunnar réðu Young- hjónunum til að fara alveg ná- kvæmlega eftir fyrirskipunum barnaræningjans. Þeir sögðu þeim, að þau skyldu ekki gera neitt til þess að hafa uppi á barnaræningj- anum, fyrr en Kenny væri kominn heim heill á húfi. Alríkisrannsóknarlögreglumenn- irnir höfðu að vísu fullvissað Young-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.