Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 13

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 13
BARNSRÁNIÐ SEM HEPPNAÐIST NÆSTUM 11 hjónin um, að barnaræninginn hefði eiriungis áhuga á peningunum, en ékki á að gera Kenny sjálfum mein. En samt voru þessir tveir dagar óskaplega lengi að líða. Foreldr- arnir forðuðust að ræða um það, hvernig komið kynni að vera fyrir Kenny. En þau kipptust við, í hvert skipti sem síminn hringdi. „Hvers vegna varð Kenny fyrir þessu?“ spurðu þau sjálf sig æ ofan í æ. „Guð minn góður, hvað hefur komið fyrir hann?“ Á miðvikudeginum fékk Young 250.000 dollara að láni. Það voru 2500 100 dollara seðlar. Hann var forstjóri Gibraltar spari- og lána- sjóðsins og formaður sjóðsráðsins. Sem tryggingu varð hann að leggja fram eigin hlutabréf og skuldabréf og einnig eignir tengdaföður síns. Rannsóknarlögreglumennirnir gáfu honum síðan þetta ráð: „Menn okk- ar munu verða staðsettir víðs vegar á Los Angelesborgarsvæðinu. Reyn- ið að teygja úr símtalinu við barna- ræningjann eftir beztu getu, svo að við fáum tækifæri til þess að komast að því, hvaðan var hringt. Reynið að setja öll smáatriði vel á yður. Við munum ekki gera neitt, sem stofnað getur öryggi sonar yðar í hættu. hvað sem gerist. Við hefjum ekki raunverulegt eftirgrennslunarstarf okkar, fyrr en hann er kominn til ykkar heill á húfi.“ Young kom til Standardstöðvar- innar klukkan 5. 35 og beið þar í símaklefa nokkra stund. Hann var í miklu uppnámi. Klukkan sex hringdi síminn, og rödd skipaði: „Farðu að horninu á Sepulveda- stræti og Moragastræti. Þar er önn- ur Standardstöð með símaklefa. Bless.“ Á þeirri stöð varð Young að bíða í 45 mínútur sem honum fannst vera sem heil eilífð. Þá loks kom hvít Chevroletbifreið af árgerð 1965 ak- andi að stöðinni. Númerið á henni var NBD770. Ökumaðurinn gaf Young merki um að fylgja á eftir sínum bíl. Hvíta Chevroletbifreiðin stanzaði á óbyggðu og eyðilegu svæði ná- lægt hraðbrautinni, sem liggur suð- ur til San Diego. Young starði í baksýnisspegilinn. Það var næstum alveg myrkur. Hann var geysilega kvíðinn. Svo sá hann grannan mann stíga út úr bílnum. Hann var með stóreflis sólgleraugu, sem féllu þétt upp að andlitinu. Young tók sér- staklega eftir göngulagi mannsins. „Hann hafði mjög liðlegt og fjaður- magnað göngulag. Hann gekk eins og maður sem hefur mikið sjálfs- traust. Það var ekkert hik á honum, hreyfingarnar mjög eðlilegar. Og Young sá, að hársræturnar á svörtu, þykku hári mannsins mynduðu svo fullkomna línu, að hann áleit, að hér gæti verið um hárkollu að ræða. Barnaræninginn stanzaði við dyrastaf bílsins fyrir aftan vinstri öxl Youngs, þ.e. rétt fyrir aftan sjálfa framhurðina. „Réttu mér pokann,“ skipaði hann. „Hvenær fæ ég son minn aftur?“ spurði Young. „f kvöld. Farðu heim og bíddu eftir upphringingu.“ Young rétti honum peningana og sagði: „Guð hjálpi þér, ef eitthvað illt hendir son minn!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.