Úrval - 01.07.1971, Side 17

Úrval - 01.07.1971, Side 17
barnsránið sem heppnaðist næstum 15 benti hann strax á myndina af Miller. Skömmu síðar skýrði kona sú, sem bjó með Patterson, frá því, að hún hefði eitt sinn hlustað á sím- tal þeirra Patterson og Millers í gegnum millisambandssíma á heim- ih þeirra Patterson og hefði hún þá heyrt mann sinn og Miller ræða stuttlega um það, hvar „fela skyldi krakkann“. Hún sagði, að þetta hefði gerzt á undan barnsráninu. Miller neitaði því, að hann hefði ekið Patterson til Grefconámunnar í bifreið, sem væri í eigu ríkis- stjórnarinnar. En plögg Rannsókn- ardeildar skattþjónustunnar sýndu, að Miller hafði haft bifreið númer 90110 til afnota í starfi dagana 3. til 7. apríl. Það var Plymouthbif- reið af árgerð 1963. Alríkisrann- sóknarlögreglan leitaði að bifreið þessari og fann hana. Og við rann- sóknarstofuefnagreiningu efna, sem skafin voru af hjólum hennar, felg- um og innan af aurhlífunum, sann- aðist það, að bifreið þessi hafði ör- ugglega verið í Grefconámunm. Miller hélt því fram, að hann hefði verið að ræða við bílasala um mál viðvíkjandi Rannsóknardeild skatt- þjónustunnar klukkan 6.55 á mið- vikudagskvöldinu, þegar lausnarféð var afhent. Sagði hann að þær við- ræður hefðu átt sér stað 30 mílum frá gjánni við San Diegohraðbraut- ina. Miller færði alltaf reglulega ýmsar upplýsingar um störf sín í dagbók á skrifstofunni. Og í henni sást reyndar, að þetta gat staðizt. Og bílasalinn staðfesti, að Miller hefði heimsótt hann. En þegar farið var að rekja atburðarás þessa dags ýtarlega í samhengi, mundi hann eftir því, að Miller hafði reyndar talað við hann rétt eftir hádegið eða fyrr síðdegis, en ekki um kvöldið. Yfirkviðdómur Los Angelesborg- ar hlustaði gaumgæfilega á allan framburð og sannanir gegn Miller og lýsti svo yfir því þann 31. marz 1970, að hann áliti Miller vera sek- an. Það var aðeins fjórum dögum áður en sök hans hefði fyrnzt sam- kvæmt lögum. I ágúsmánuði var hann svo dæmdur sekur um ránin tvö, og í september var hann fund- inn sekur um barnsránið og dæmdur í ævilangt fangelsi (Áfrýjun hans mun líklega verða tekin fyrir af dómstólunum síðar í ár). En hvað Alríkisrannsókarlögregl- una snertir, er málinu ekki lokið, fyrr en 250.000 dollara lausnarfénu hefur verið skilað aftur til eigand- ans. Miller hefur rétt til þess að biðja um náðun gegn skilyrðum eftir sjö ár samkvæmt lögum og þegar hann verður náðaður munu rannsóknarlögreglumennirnir svipast enn betur um eftir þessum 100 dollara seðlum. Ronald Lee Miller tókst næstum því að fremja hið fullkomna mann- rán. Og valdi nokkurt eitt orð hon- um sérstakrar gremju það sem eftir er ævinnar, mun það örugglega verða orðið „næstum“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.