Úrval - 01.07.1971, Side 28

Úrval - 01.07.1971, Side 28
26 ÚRVAL innihald þeirra af hinum nauðsyn- lega hvata. Þetta þýddi, að barnið mundi örugglega fæðast með Tay- Sachssjúkdóm. Hjónin ákváðu því að láta framkvæma fóstureyðingu. Nokkrum mánuðum síðar varð kon- an þunguð að nýju. En í þetta skipti sýndi hvataprófunin, að hún mundi fæða eðlilegt barn. Önnur hjón, sem áttu eitt van- þroska (mongoloid) barn, komu ný- lega til Mannerfðadeildar Michigan- fylkisháskólans til þess að leita ráða viðvíkjandi annarri þungun, en kon- an hafði þegar gengið með í tæpar 18 vikur. Og þau báru fram þessa spurningu með kvíða í röddinni: „Mun þetta barn verða eins og Billy?“ Litningarannsókn (chromo- somerannsókn), sem framkvæmd var, eftir að vökvasýni hafði verið tekið úr legi konunnar og ammino- sýruinnihald fósturfrumanna í því athugað, sýndi, að fósturfrumurnar voru eðlilegar. Þau urðu óskaplega glöð, og þau ákváðu að eignast þetta barn. Og hún fæddi eðlilegt barn, eins og spáð hafði verið. Vanþroski sá, sem gengur undir nafninu „mongolismi11 eða „Down's syndrome", kemur aðeins fyrir í einu tilfelli af hverjum 500—700 fæðingum. Tay-Sachssjúkdómurinn er jafnvel enn sjaldgæfari. En þótt báðir sjúkdómarnir séu sjaldgæfir, þá skipta þær fjölskyldur milljón- um, sem verða fyrir barðinu á erfða- sjúkdómum. Joshua Lederberg, erfðafræðingur við Strandforhá- skólann, en hann hefur hlotið No- belsverðlaunin, álítur, „að í að minnsta kosti 25% allra rúma í sjúkrahúsum og öllum stofnunum fyrir fatlað fólk hér í landi séu sjúklingar, sem þjást af erfðasjúk- dómum á mismunandi háu stigi.“ Af þeim 3.5 milljón börnum, sem fæðast í Bandaríkjunum ár hvert, eru um 175.000 eða 5% annað hvort vansköpuð eða vanþroska á einhvern hátt strax við fæðingu eða það kem- ur fram í þeim einhver sköpunar- galli fyrir fimm ára aldur, galli, sem þau hafa annaðhvort tekið algerlega eða að einhverju leyti að erfðum. Hin ógnvænlega skrá yfir líkams- eða lífefnafræðilega sköpunargalla hefur nú að geyma yfir 1700 mis- munandi afbrigði, allt frá klumbu- fót og holgóm til heyrnarleysis, blindu, andlegs vanþroska eða löm- unar. Sumir þessir sjúkdómar og gallar leiða fljótt til dauða. Aðrir hafa í för með sér ævilöng örkuml. Byrðin af þeim er ofboðslég, bæði læknisfræðilega, fjárhagslega og til- finningalega. Þar að auki hefur von- leysi oft náð yfirhöndinni, og sú tilfinning, að þessir sköpunargallar væru guðs vilji og að hjá þeim væri ekki hægt að komast. En núna er hægt að hjálpa mörg- um fjölskyldum með hinni nýju sérfræðilegu erfðaráðgjöf, sem stendur fólki nú til böða. Forráða- menn söfnunarherferðar National Foundation hafa þetta að segja um þessar nýju ráðgjöf. „Þar er um að ræða einn af þeim þáttum nútíma læknavísinda og þjónustu, sem er í hröðustum vexti, og má þakka það undanfarandi framförum, hvað snertir skilning á erfðasjúkdómum." Fjöldi slíkra ráðgjafarmiðstöðva í Bandaríkjunum hefur vaxið mjög upp á síðkastið. Fyrir tveim ára-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.