Úrval - 01.07.1971, Side 44

Úrval - 01.07.1971, Side 44
42 ÚRVAL inu fram hjá honum og eitthvað út í buskann. í dögun sá hann aðeins vatn í kringum sig' svo langt sem augað eygði. Og á því flutu lík karla, kvenna og barna og hræ af nautgripum, uxum og kjúklingum. Anwar velti því fyrir sér, hvort svona væri ástatt um víða veröld. Það var líklegt. Hafði hinn Heilagi Kóran ekki spáð Dómsdegi? Þetta hlaut að vera Dómsdagurinn sjálf- ur. Hann reikaði um þorpið sitt, sem var allt í rústum, og leitaði að fjölskyldu sinni. Síðdegis tók of- boðslegur þorsti að ásækja hann. Hann gekk að tjörn þar nálægt og vonaði, að vatnið í henni væri drykkjarhæft. Og á yfirborði vatns- ins sá hann tvö lík á floti. Það var kona, sem hélt á litlum dreng í fangi sér. Þetta var kona hans og sonur. HÖRMUNGARNAR VORU OFVIÐA ÍMYNDUNARAFLINU. Móðir Náttúra hefur alltaf farið grimmilega með fólkið, sem býr á óshólmasvæðum Gangesfljóts. Það býr á einu versta hvirfilbylja- og flóðöldusvæði heims og á landi, sem er eins flatt og óvarið og slétturn- ar í Kansasfylki. Hús fólksins eru hálfgerð hrófatildur. Félagsheim- ili og skólar eru einnig notuð sem stormabyrgi, en þeir griðastaðir rúma aðeins lítið brot allra íbú- anna. Hvers vegna flytur fólk þetta ekki burt? Vegna þess að það hefur engan stað til þess að flytjast til. Austur-Pakistan er líklega þéttbýl- asta svæði heims. Þar býr næstum þriðjungur af þeim fólksfjölda, er býr í öllum Bandaríkjunum. Og þessi manngrúi býr á svæði, sem er minna en Wisconsinfylki. Því er fólk þetta kyrrt á sínum stað, þótt það viti, að ofsastormar muni skella á því öðru hverju. En þær hörmungar, sem dundu yfir hinn dimma fimmtudag þann 12. nóvember, voru ofviða ímyndunar- aflinu. Er æðandi hvirfilvindurinn geystist norður eftir Bengalflóa, náði vindhraðinn 150 mílum á klukkustund og myndaði smám saman 20 feta flóðbylgju, sem hann ýtti með sér beint á land upp. Hve margir dóu þessa nótt? Rík- isstjórnin skýrði frá því, að greftr- unartalning hefði leitt í ljós, að þeir hefðu verið 195.387, en þar að auki væru 13.980 týndir og væri álitið, að þeir væru einnig dánir. Heildartalan var því 209.367 að á- liti hennar. En þetta er alger lág- markstala. Ekkert var vitað um íbúatölu sumra smáeyja. Og íbúar sumra þeirra hurfu með öllu, svo að enginn var eftir lifandi. Tugir þúsunda landbúnaðarverkamanna, sem vinna að uppskerustörfum á ýmsum stöðum, höfðu streymt úr norðurhéruðunum til þess að skera upp hrísgrjónin. Enginn veit, hversu margir þeirra létu lífið. Aldrei var neitt tilkynnt um greftranir, sem framkvæmdar voru af hinum eftir- lifandi fyrstu 48 klukkustundirnar eftir flóðið. Heildartála látinna er líklega yfir 300.000. Samkvæmt mati sumra dóu enn fleiri í jarðskjálftum í Kína árið 1856 og í flóðum þar árið 1887. En verstu skráðu náttúruhamfarir í sögu mannsins dundu samt yfir þennan nóvemberdag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.