Úrval - 01.07.1971, Side 47

Úrval - 01.07.1971, Side 47
HOLSKEFLAN SKELFILEGA 45 Yahya forseti gerði sér grein fyr- ir því, að land hans réði ekki við þessi vandamál hjálparlaust. Því sendi hann tafarlaust hjálparbeiðni til Sameinuðu þjóðanna. Og um- heimurinn brást vel við. Á fimmta degi eftir að holskeflan hryllilega hafði skollið yfir, lentu tvær fjög- urra hreyfla þotur frá Sviss og Vest- ur-Þýzkalandi í Austur-Pakistan. Þær voru hlaðnar matvælum og öðrum birgðum. Bandaríkin sendu Boeing 707-þotu, hlaðna teppum og tjöldum, og flutningaskip hlaðið hveiti og matarolíu. Hjálp barst frá yfir 50 þjóðum, og taldist Pakistan- stjórn svo til, að andvirði erlendrar aðstoðar næmi orðið um 52 milljón- um dollara þann 28. nóvember. Þegar komið var fram að jólum, áleit pakistanska ríkisstjórnin, að alverstu neyðinni væri aflétt, þann- ig að fólk fengi haldið lífi. Flestir fengu nú vikulegan matarskammt, 8 pund fyrir fullorðna og 4 pund fyrir börn. Hann var ekki mikill, og flestir voru alltaf dálítið svang- ir. En fólkið á óshólmasvæðunum er harðgert, iðjusamt og seigt. Það gefst ekki svo auðveldlega upp. Á leðjueyjunni Char Lord Hardinge sagði helzti leiðtoginn í þorpi einu: „Við erum vön erfiðleikum og skorti, og það þarf ekki mikið til þess að veita okkur nýja von. En þá von verður að næra. Við munum berjast fyrir lífinu, en við þurfum nauð- synleg tæki til þess að berjast með“. ENGINN UPPGJAFARANDI ÞRÁTT FYRIR ALLT Það mun taka langan tíma, þar til fólk þetta, samtals hálf þriðja Á þessu korti sést, hvar flóöbylgjan ægilega skall yfir. milljón, hefur fengið nauðsynleg tæki til nýrrar lífsbarátu. Hin mikla flóðalda eyðilagði 235.000 heimili að fullu og skemmdi 100.000 önnur þar að auki. Hún sökkti 9000 fiski- bátum eða eyðilagði þá. Hún rændi bændurna fjölmörgum plógum, 350.000 uxum, sem notaðir voru til þess að draga plógana, o'g 150.000 kúm. Hún eyðilagði 80% af hrís- grjónauppskerunni. Sjávarsaltið gerði jarðveginn ófrjóan. Nú verður fólkið að bíða mánuðum saman eftir því, að staðvindaregnið hreinsi jarð- veginn að nýju, svo að fræ geti lifað og dafnað í honum. Á meðan hefur ríkisstjórnin út- býtt nokkru fé, einnig uxum og bát- um, en þó ekki í stórum stíl. Bún- aðarráðunautar frá Bandarísku al- þjóðlegu þróunarnefndinni gerðu prófanir á jarðveginum, komust að því, að á sumum svæðum, þar sem var ekki mikið saltmagn í jarðveg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.