Úrval - 01.07.1971, Side 56

Úrval - 01.07.1971, Side 56
54 þeirra er sú, að þeir hafa nýlega öðlazt þýðingarmikla nýja vitneskju um þennan hættulega sjúkdóm, sem oft er vanrækt að leita lækninga við. Að minnsta kosti 20 milljón Bandaríkjamenn eru haldnir of há- um blóðþrýstingi, og hann verður að bana þrem fjórðu úr milljón manna árlega eða á þátt í dauða þeirra. Dr. Joseph A. Wilber við Heilbrigðismáladeild Georgiufylkis segir, að samt fái aðeins um 15% af þessum 20 milljón fórnardýrum þá meðhöndlun, sem þeir þarfnast. Bill Peters er einn hinna heppnu. Ráðstafanir voru gerðar til þess að halda blóðþrýstingi hans í skefjun, þótt hann væri aðeins lítið fyrir of- an eðlilegt mark, og því hefur dreg- ið geysilega úr líkunum fyrir því, að hann látist af hjartaáfalli eða öðr- um hjartasjúkdómum. Flest fólk, sem hefur of háan blóðþrýsting, hefur ekki hugmynd um það, því að sjúkdómur þessi er lævís. Oftast fylgja honum engin sjúkdómseinkenni. Hjartafélag Mic- higanfylkis skýrir frá því, að í ný- legri blóðþrýstingsrannsókn í stórri verksmiðju hafi 919 starfsmenn reynzt hafa of háan blóðþrýsting, og að 78% þeirra hafi ekki haft hug- mynd um það. Þau sjúkdómsein- kenni, sem honum geta fylgt, höf- uðverkir, svimi, þreyta eða magn- leysi. En jafnvel þegar þau gera vart við sig, gera margir sér ekki grein fyrir því, að þau geti orsakazt af of háum blóðþrýstingi, af því að þáu eru einnig sjúkdómseinkenni annarra sjúkdóma og kvilla. Þar að auki hefur ekki verið hægt að greina orsök of hás blóðþrýstings hjá 85— ÚRVAL 90% sjúkdómsgreindra blóðþrýst- ingssjúklinga. Blóðþrýstingur er einfaldlega afl blóðþrýstingsins á slagæðaveggina. í hvert skipti sem hjartað slær, eykst þessi þrýstingur. í hvert skipti sem hjartað hvílir sig á milli slaga, minnkar þrýstingurinn. Þegar lækn- ir mælir þrýstinginn, gerir hann tvennar mælingar og skrifar tölurn_ ar eins og um brot væri að ræða, til dæmis 130/80. Fyrri og hærri talan, 130 millimetrar (þrýstingur mercurysúlu, sem er 130 millimetr- ar eða 5.1 þumlungur á hæð), er hinn „systoliski" þrýstingur, þ.e. hámarksþrýstingur í slagæðunum, meðan hjartað dælir (slagþrýsting- ur). Hin talan táknar „diastoliskan" þrýsting, b.e. þrýsting blóðsins á slagæðaveggina á milli hjartaslag- anna (millislagaþrýstingur). Eðlilegur blóðþrýstingur getur verið mjög breytilegur, minni í svefni, hærri við líkamlega áreynslu eða tilfinningalegt uppnám, jafnvel í heimsókn til læknisins. Það er þess vegna sem margir læknar mæla oft blóðþrýsting sjúklings nokkrum sinnum, meðan á sömu heimsókn stendur. Og eðlilegur blóðþrýsting- ur er mjög breytilegur, 100—140 fyrir „syst,oliskan“ þrýsting (slag- þrýsting) og' 60—90 fyrir „diasto- liskan" þrýsting (millislagaþrýst- ing). Þótt þrýstingurinn reynist ein- staka sinnum vera hærir en 140/90, þarf slikt alls ekki að vera óeðli- legt. Það er aðeins um of háan blóð- þrýsting að ræða, ef þrýstingurinn er stöðugt hærri en eðlilegt má telj- ast. Of hár blóðþrýstingur veldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.