Úrval - 01.07.1971, Page 61

Úrval - 01.07.1971, Page 61
59 verðarboði fyrir starfsbræður sína meðal einkaleyfisréttarlögfræðinga þá um kvöldið, og því hafði hann ekki komizt burt, fyrr en klukkan var langt gengin í 9. Og hann hugs- aði til þess, að þrátt fyrir þessa töf yrðu þau öll komin í rúmið heilu og höldnu eftir klukkustund. Fyrir utan Petersburg í Vestur- Virginíufylki beygði vegurinn hægt til hægri. Urey beygði, en of snöggt. Og hægri framhjólbarðinn rann út á mjúkan vegkantinn. Hann hnykkti stýrinu til vinstri. Skyndilega fór bíllinn að renna alveg stjórnlaust út á hlið. Hann skauzt yfir veginn, brauzt í gegnum girðingu og steypt- ist síðan niður 30 feta háan veg- kant. Það heyrðist ógnvænlegt hljóð, þegar hann stanzaði. Urey hafði hlotið minni háttar skurði, sem blæddi úr. Hann sá, að beitt krómrammaumgerð framrúð- unnar, sem var mölbrotin, hafði skorizt inn í höfuðleður eiginkonu hans eins og dósahnífur. Hann reyndi að opna hurðina, en hún var föst. „Elskan, geturðu komizt út mín megin? Gerðu það fyrir mig að reyna?“ bað hann hana. Donna stundi við og sagðist ekki geta hreyft sig. Urey heyrði lágværan grátur í myrkrinu. Brian hafði kastazt út úr bílnum. Urey hljóp til hans og þreif hann í fang sér. Andlit Brians var atað blóði. Hann hélt óttaslegnu barninu fast í faðmi sér og skreið þannig upp vegkantinn. Hann stóð á öndinni af mæði, en hrópaði og veifaði æðislega, er vörubíll og síð- ar einnig fólksbíll þutu fram hjá á miklum hraða og hurfu út í nætur- myrkrið. Urey vissi, að Donna kynni að deyja af blóðmissi, nema hjálp bær- ist bráðlega. Hann tók blóðugan vasaklút upp úr vasa sínum og strengdi þess heit að standa kyrr á miðjum veginum, þangað til næsti bíll stanzaði . . . eða æki yfir hann að öðrum kosti. Hann beið í heila eilífð, að því er honum fannst. Klukkan 1.30 kom Gary Arbaugh akandi í nýja Fordhálfkassabílnum sínum. Gary var 23 ára að aldri. Hann átti Parísarhjól í skemmti- garði í Petersburgh og var nú að koma heim að vinnu lokinni í skemmtigarðinum. Það hafði verið mikil aðsókn þá um kvöldið. Eftir nokkur slík kvöld til viðbótar gæti hann keypt trúlofunarhringinn, sem hann hafði lofað unnustu sinni. Skyndilega kom hann auga á mann á miðjum veginum. Maðurinn veifaði einhverju., Andlit hans var blóðugt og bólgið. Gary hemlaði. „Gerðu það fyrir mig að hjálpa okkur! Við lentum í slæmu slysi!“ hrópaði Urey. „Viltu stanza við fyrsta hús og hringja í sjúkrabif- reið? Og viltu svo fara með hann Brian beint í sjúkrahús? Konan mín er í bílnum þarna fyrir neðan. Hún er mjög mikið meidd . . .“ Gary lagði grátandi barnið í sætið og ók á mikilli ferð í áttina til Peters- burgh. Urey var alveg miður sín af iðr- un, er hann klöngraðist hvað eftir annað milli bílsins og vegarins. Ef þau Donna eða Brian dæju nú? Var nokkur möguleiki á því, að ófætt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.