Úrval - 01.07.1971, Page 71

Úrval - 01.07.1971, Page 71
HINN ÓGLEYMANLEGI STANLEY STEIN 69 að á efni bóka og tímarita, sem tek- ið hafði verið upp á plötur, en þær voru látnar í té af Þingbókasafninu og Amerísku blindrastofnuninni. „Þetta varð líklega til þess að varna því, að ég yrði vitskertur," sagði hann, „vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að lifa lífinu bókalaus.“ Hann tók nú til að berjast af meiri krafti fyrir málefnum sjúklinganna. ENGIN SJÁLFSMEÐAUMKUN Smám saman bar hin þrjózkufulla og oft áleitna barátta hans fyrir réttum skilningi manna á Hansens- veikinni, árangur, er árin liðu. Sett var upp pósthús í sjúkrahúsinu. Sjúklingarnir fengu líka nýjan sam- komusal og sjúkradeild, þeir fengu einnig síma og full afnot af þeim. Gaddavírsstrengirnir voru teknir niður, og sj úklingarnir fengu kosn- ingarrétt að nýju. Þeim voru veitt helgarleyfi og eins mánaðar sum- arleyfi, sem þeir máttu eyða utan sjúkrahússins. Það var Stanley fremur en nokk- ur annar einstaklingur, sem kveikti neistann og nærði hann, er varð til þess að umbreyta Carville úr mið- alda „holdsveikranýlendu" í nýtízku sjúkrahús. Úreltum takmörkunum stjórnar- valda var síðan sópað burt, er nýj- ar læknisfræðilegar niðurstöður fengust smám saman. Stærsti vís- indalegi sigurinn var unninn á fimmta tug aldarinnar, þegar dr. Guy Faget hóf fyrstu sulfonelækn- ingar í Carville. Sulfonelyf hefta mögnun Hansensveikinnar, fáist rétt sjúkdómsgreining nógu fljótt. Lyf þessi voru reynd á Stanley, en þau gögnuðu ekkert. Þegar ég hitti Stanley fyrst í Car- ville, stóð hann í bréfasambandi við lækna um víða veröld, og var efni bréfanna nýjustu uppgötvanir í bar- áttunni gegn sjúkdómi þessum. Auk þess að gefa út fréttablað sitt (sem var nú orðið ásjálegt tímarit, er kom út annan hvern mánuð, og hafði samtals 24.000 kaupendur í 94 löndum), var hann áskrifandi að blaðaúrklippuþjónustu og fékk stöðugt sendar blaðaúrklippur það- an, sem hann hélt saman og flokk- aði. Hann fylgdist með útvarpsþátt- um og efni bóka og tímarita og gætti þess að senda áminningar, ef þar var um að ræða notkun orðsins ,,holdsveikur“ í niðrandi merkingu. Þegar Bob Cansidine dálkahöfundur líkti Alcatrazfangelsinu við holds- veikrahæli, bauð Stanley honum til Carville, svo að hann gæti séð, hvernig nýtízku holdsveikrahæli lítur út í raun og veru með sínum golfvelli, útiborðhaldslundi og fiski- sælum vötnum til siglinga. Consid- ine bætti fyrir orð sín með því að fylla einn dálk sinn, sem birtist í blöðum um land allt, með stað- reyndum um Hansensveiki (en upp- lýsingar þær hafði hann fengið hjá Stanley). Barátta Stanleys bar aldrei hinn minnsta keim af sjálfsmeðaumkun. Hann var stöðugt að hvetja sjúk- linga í Carville til þess að hjálpa þjáðum meðbræðrum, sem enn verra væri ástatt um en þá sjálfa. Þegar Filippseyjakonan Josefina Guerrero, er vann stórafrek sem njósnari fyrir' bandaríska herinn í síðari heims- styrjöldinni, kom sem sjúklingur til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.