Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 74

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 74
72 ÚRVAL ar á ný, þar sem skólar voru nú rúst ein eða þeim hafði verið lokað vegna ótta? ANDI SÁTTFYSI Ég heimsótti Nigeríu nýlega, og hvergi varð ég var við þann ótta, þá svartsýni eða það vonleysi, sem var einkennandi þar í byrjun 1970. Á einu ári hafa Nigeríumenn lyft landi sínu upp úr hyldýpi ringul- reiðar og ófriðar upp á slíkt stig samstarfs, einingar og velmégunar, að nú er aftur farið að tala um Ni- geríu sem hina miklu von hinnar svörtu Afríku. Með stórkostlegri að- stoð frá Bandaríkjunum og öðrum löndum hefur Nigería komið á lagg- irnar hjálparstarfi, sem hefur dreg- ið geysilega úr hungri og þjáning- um á svæðum uppreisnarmanna. Efnahagur landsins er nú í örum uppgangi, og er það að nokkru leyti að þakka olíufundum, sem hafa þegar gert Nigeríu að tíunda mesta olíuframleiðanda heims. Þar er nú framleidd hálf önnur milljón tunna af olíu á dag. Nigeríumenn tala nú ekki aðeins um, að landið muni geta staðið á eigin fótum efnahags- lega eftir nokkur ár, heldur halda þeir því fram, að brátt geti það orðið nægilega auðugt til þess að megna að aðstoða hinar fátækari þjóðir Afríku. En ekkert í Nigeríu er nú áhrifa- ríkara en sá andi sáttfýsinnar, sem þar ríkir, en þann anda má að miklu levti þakka Yakubu ,,Jack“ Gowon, ríkisleiðtoga, sem þegar er farið að kalla „Abraham Lincoln Nigeríu". Hann er 31 árs að aldri. Var hann tiltölulega lítt þekktur undirofursti í her landsins, þegar lagt var fast að honum, að gerast leiðtogi þjóðarinnar eftir margar blóðugar tiiraunir herskárra afla til þess að ná stjórnartaumunum í sínar hendur. Gerðist hann þá leið- togi þjóðarinnar árið 1966. Því var eins farið með Gowon og Abraham Lincoln forðum, að hann áleit, að það væri ekkert eins mikilvægt og að bjarga ríkinu frá því að liðast sundur. Gowon hóf því baráttu, þegar Ojukwu krafðist þess, að austursvæði landsins yrði aðskilið frá öðrum hlutum landsins og þar stofnað sjálfstætt ríki. Þegar friður komst á að lokum, gerði Gowon ýmsar djarflegar ráð- stafanir til þess að öllum yrði ljóst, að íbóarnir, sem mynduðu kjarna uppreisnarmanna, yrðu ekki með- höndlaðir sem sigruð þjóð, þótt harðneskjulegt viðhorf sigurvegar- ans hefði verið hörkutólum meðal yfirmanna hersins meira að skapi, enn fremur ýmsum smærri ætt- kvislum, sem var illa við yfirdrottn- un Iboanna. Hann var mjög ákafur í þessum skoðunum sínum og sagði: „Nigería getur aldrei orðið mikið ríki, fyrr en við leggjum niður ætt- kvísladeilur, úlfúð og eigingjarna afstöðu og lærum að meta réttindi, siðvenjur og erfðavenjur annarra. Ég legg heiður minn að veði. Orð- stír lands okkar er í veði, ef illa fer.“ Fyrsta verk hans, eftir að stríð- inu lauk, var að lýsa yfir almennri sakaruppgjöf „allra þeirra, sem voru blekktir til þess að leggja út í þetta aðskilnaðarævintýri." Hann hét því, að ekki yrði um neinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.