Úrval - 01.07.1971, Side 78

Úrval - 01.07.1971, Side 78
76 öðrum ættflokk létu til skarar skríða gegn þeim þ. 29. júlí. Nigeríumenn og ýmsir þeir út- lendingar, sem hafa mjög mismun- andi skoðanir á öllum hlutum, lýsa yfir því, að Gowon hafi sannarlega verið leiðtogi og hafi sýnt kænsku, vizku, hugrekki og samúð í því starfi sínu. Sumir velta því að vísu fyrir sér, hvort valdið kunni ekki að hafa slæm áhrif á unga hershöfð- ingjann og valda því, að hann geri ráðstafanir til þess, að hann megi ríkja að eilífu. En samt var það sem sannur stjórnvitringur væri að tala, er Gowon sagði við mig: „Stöðug- leiki og jafnvægi krefst þess í öll- um löndum, að herinn sé trúr borg- aralegri ríkisstjórn. Við verðum að snúa aftur til borgaralegra stjórnar- .hátta.“ Nokkrum dögum síðar til- kynnti hann nigersku þjóðinni, að það yrði gert árið 1976. „Hann mun halda orð sín,“ sagði Nigeríumað- ur einn við mig. „Það hefur hann alltaf gert.“ FARARTÁLMAR Á VEGINUM En Nigería verður að sigrast á geysilegum farartálmum, áður en henni tekst að verða það mikla ríki, sem Gowon vill, að hún verði. Sí- felldar deilur og kíf milli hinna 250 ættflokka landsins, sem einkennast af öfundsýki, er til dæmis enn mjög hættulegt ríkinu. Þessi ógnun of- stækisfullrar ættflokkastefnu veld- ur því, að Gowon heimtar, að Ni- geria haldi fast við 12 fylkja kerf- ið, svo að enginn einn ættflokkur geti ríkt yfir öðrum. Það, sem Go- won hefur í rauninni gert, er að skapa meirihluta úr minnihluta- ÚRVAL ættflokkum. En getur slíkt fyrir- komulag haldizt? Það eru svo mikil brögð að þjófn- uðum, svikum og stjórnmálalegri spillingu, að þar var nýlega kvart- að yfir slíku í grein einni í blaðinu „Nýi Nigeríumaðurinn“ með þess- um orðum: „Það er álitið vera skrýt- ið að vera heiðarlegur og einlægur.“ Þúsundir Nigeríumanna gripu feg- ings hendi það tækifæri, sem hjálp- arstarfið að stríði loknu veitti þeim til þess að tryggja það rækilega, að þeir væru ekki álitnir eitthvað „smáskrýtnir". Geysilegar birgðir matvæla, lyfja og alls konar varn- ings, allt frá hitamælum til vöru- bíla, hurfu bara með öllu. Gowon hefur sagt spillingunni stríð á hend- ur. Og hann er einn hinna fáu af æðstu mönnum landsins, sem hefur svo hreinan skjöld, að hann getur gert slíkt, án þess að fólk hlægi að honum sem hræsnara. En getur jafn- vel maður á borð við Gowon þurrk- að út svo rótgróna og útbreidda spillingu, sérstaklega eftir að geysi- legt olíufé er byrjað að streyma inn í landið? Sú staðreynd, að Rússland seldi Nigeríu vopn fyrir 20 milljón doll- ara í stríðinu, hefur fengið suma til þess að velta því fyrir sér, hvort Nigería sé ekki þegar í vasa Rússa, „eins og Egyptaland er“. Okoi Ari- kpo utanríkisráðherra mælti á þessa leið við mig og sýndi þannig at- hyglisverða hreinskilni: „Það er eins með Rússana og öll stórveldi, að þeir hafa reynt og þeir reyna enn að verða eins áhrifamiklir í Niger- íu og mögulegt er. En þeir gæta þess að reyna ekki að þrengja skoð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.