Úrval - 01.07.1971, Page 88

Úrval - 01.07.1971, Page 88
86 skólasvæðinu. En seint á laugar- dagskvöldinu hafði 2000 manna hóp- ur gert aðsúg að Þjálfunarmiðstöð varaliðs Bandaríkjanna barna á há- skólasvæðinu, og bráðlega hafði ver- ið kveikt í því. Brunalið var kallað á vettvang, en hópurinn hafði ráðizt grimmilega gegn brunaliðsmönnun- um og rekið þá burt, skorið í sund- ur vatnsslöngurnar og rifið þær og tætt með íshökum og sveðjum. Seint á laugardagskvöldinu hafði Þjóðvarðliðið komið á vettvang þar og bælt niður óeirðirnar. En á sunnudeginum höfðu gerzt ýmsir alvarlegir atburðir. Þjóðvarðliðs- menn höfðu neyðzt til þess að tvístra hópum stúdenta, sem höfðu hótað að beita ofbeldi og höfðu alls ekki skeytt útgöngubanninu. Sumir stúd- entar höfðu hlotið smástungur og skrámur eft.ir byssustingi, en enginn þeirra hafði særzt alvarlega. Frá því á sunnudagskvöldi til dögunar á mánudagsmorgni höfðu þjóðvarð- liðsmenn verið á verði hvarvetna á háskólasvæðinu, og um nóttina hafði þyrlum verið flogið yfir svæð- ið, og hin draugalegu leitarljós þeirra höfðu leikið um stúdenta- garðana. ÞRUMUGNÝR í FJARSKA Þegar stúdentarnir gengu inn í kennslustofur sínar þennan fagra vormorgun, voru margir þeirra sannfærðir um, að háskólalífið mundi halda áfram sinn vanagang þrátt fyrir návist Þjóðvarðliðsins. Aðrir voru kvíðnari. Sue Greco, sem er nýstúdent við háskólann, minnist tilkynningar, sem fest hafði ÚRVAL verið upp á salernishurð í stúdenta- garðinum hennar. AÐVÖRUN: Sett hafa verið herlög, sem yður ber að hlýða. James Rhodes, fylkisstjóri. „Þar á eftir fylgdu 7 eða 8 reglur,“ segir Sue, „þar sem okkur var sagt, hvað við mættum og mættum ekki gera. Það var áugljóst, að Þjóð- varðliðið réð öllu.“ Hún hafði á röngu að standa. Það höfðu ekki verið sett á herlög þrátt fyrir þúsundir tilkynninga þess efn- is. Þrem skilyrðum verður að full- nægja, til þess að hægt sé að setja herlög: Ástandið verður að vera orðið slíkt, að öll stjórn borgara- legra yfirvalda sé í molum. Einnig verður þjóðvarðliðið að taka öll borgaraleg völd í sínar hendur. Og herlagayfirlýsingin verður að vera undirrituð af fylkisstjóranum. Eng- um þessara skilyrða hafði verið fullnægt. Rhodes fylkisstjóri hafði komið í stutta heimsókn til Kentfylkishá- skólans á sunnudaginn og hafði þá gefið eftirfarandi yfirlýsingu: „Við ættum að fara fram á skriflega fyr- irskipun dómsyfirvalda, sem jafn- gildi yfirlýsingu neyðarástands." En það hefur hvergi verið skjalfest op- inberlega, að farið hafi verið fram á, að slík yfirlýsing yrði gefin, né að slíkt leyfi hafi verið veitt. Og reglur þær, sem fylkisstjórinn ætl- aði að láta gilda, hafa aldrei verið skilgreindar opinberlega. Fyrst svo var ekki, var því aðeins um neyð- arástand að ræða á vissu, afmörk- uðu svæði, þ.e. neyðarástandið tók því aðeins til þess svæðis. Og at-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.