Úrval - 01.07.1971, Side 90

Úrval - 01.07.1971, Side 90
88 fundinn, sem boðað hafði verið til, og ekki kemur öllum saman um, hvað sagt var í þeim efnum. En þegar umræðufundi þessum lauk, lék enginn vafi á því meðal þeirra, sem viðstaddir voru, að mótmæla- fundurinn, sem halda átti á hádegi, hafði nú verið endanlega bannaður. Skömmu eftir klukkan 11 var svo- hljóðandi tilkynningu útvarpað af útvarpsstöð háskólans: „Allir mót- mælafundir og samkomur utandyra eru nú bönnuð samkvæmt skipun fylkisstjórans. Þjóvarðliðið hefur vald til þess að taka fastan hvaða stúdent sem staddur er á slíkum fundum eða samkomum." Þetta var endurtekið nokkrum sinnum í fréttaútsendingum, en samt hafði tilkynning þessi aðeins náð til lítils hluta nemandanna. Dan Fuller, aðstoðarprófessor í ensku, gerði sér ekki grein fyrir því að mótmælafundurinn hafði ver- ið bannaður. Þegar hann byrjaði kennslustund með nemendum sín- um þennan morgun, sem stund lögðu á ritstörf, sagði hann þeim því að þennan dag biði þeirra stórkost- legt efni alveg við bæjardyrnar, sem væri tilvalið til að skrifa um, þ.e. átök andstæðra hópa fólks. Hann sagði, að sér fyndist því ekki nema eðlilegt að hleypa þeim út fyrir lok kennslustundar, svo að þeir gætu siálfir séð það, sem væri í þann veginn að gerast. Skömmu síðar hittu nokkrir nem- endur Fullers hann á Almenningn- um og spurðu hann: „Þjóðvarðliðs- mennirnir eru ekki með hlaðnar byssur, eða er það?“ ,.Nei, það er engin hætta á því,“ * ÚRVAL svaraði hann. „Ég sá þjóðvarðliðs- menn, sem unnu við að stilla til friðar við Winconsinháskóla. Byss- urnar þeirra voru aldrei hlaðnar." Það var almenn skoðun meðal kennara og stúdenta, er þeir söfn- uðust þarna saman á Almenningn- um, að þjóðvarðliðsmennirnir væru ekki með virk skothylki í rifflum sínum.* En einn hópur stúdenta var samt ekki haldinn þessari tálvon. Er prófessor Edward Crosby, for- stöðumaður Stofnunar afrísk-am- erískra mála við háskólann, sat í skrifstofu sinni og beið eftir því, að nemendur kæmu til viðtals í hin- um reglulega mánudagsviðtalstíma, skauzt ungur negri inn til hans og sagði byrstum rómi: „Þú verður að koma þér burt af háskólasvæðinu alveg tafarlaust!" Félagsskapurinn „Hinir svörtu sameinuðu stúdentar" við Kentfylk- isháskólann hafði ákveðið þegar á föstudagskvöldinu, að engir svert- ingjar skyldu taka þátt í neinum mótmælum á háskólasvæðinu um helgina. Ungi svertinginn var full- trúi þessa félagsskapar, og samtal hans við Crosby prófessor skýrir vel, hvers vegna sárafáir svartir nemendur voru viðstaddir, er hinn hryggilegi atburður bar að höndum nokkru síðar. „Hvers vegna verð ég að fara burt?“ spurði Crosby. „Það eru þjóðvarðliðsmenn þarna úti. Þeir eru með hlaðna riflla." „Hvað koma þeir mér við?“ „Þeim þykir gaman að skjóta *Daginn áður höfðu nokkrir þjóðvarð- liðsmenn sýnt stúdentum, að þeir höfðu meðferðis tóm skothylki auk virkra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.