Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 102

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 102
100 ÚRVAL sem ég var að reyna að hjálpa. Annar vanginn hafði alveg tætzt af andliti hans. Ég hefði ekki þekkt þetta lík, jafnvel þótt það hefði verið af föður mínum.“ Bill Schroeder, 19 ára að aldri, var staddur á bílastæðinu, 382 fet frá þjóðvarðliðunum. Skömmu fyr- ir hádegi hafði hann lokið her- leikjaprófi í æfingaflokki sínum hjá Þjálfunarmiðstöð varaliðsins í Norðurbyggingu nr. 4, sem var ná- lægt brunarústum Þjálfunarmið- stöðvarinnar. Hann hafði eytt miklu af tíma sínum í æfingar á vegum Varaliðs bandaríska hersins. Hann hafði fengið 1650 dollara námsstyrk frá Varaliðinu, og í fyrstu hafði hann hlakkað til herþjónustu að námi loknu, vegna þess að honum þótti gaman að ferðast. En hollusta hans við herinn var óðum að dvína vegna Vietnamstríðsins. Samt gramdist honum, er hann fékk háðglósur frá öðrum stúdentum, sem hentu gam- an að Þjálfunarmiðstöðinni og starf- semi hennar. Og hann hafði orðið að þola mikla stríðni og hæðni, vegna þess að stundum hafði hann orðið að koma í einkennisbúningi sínum í tíma. „Hvað ertu eiginlega, ein- hvers konar fasisti?“ hafði sál- fræðikennarinn stundum spurt hann í gamni. Bill var ekki hlutlaus í stjórn- málum, eins og sumir hafa sagt. Hann hlustaði að vísu með athygli á gagnrýni á ameríska stjórnkerfið og viðurkenndi oft slíka gagnrýni, en samt var hann sannfærður um, að sagan hefði þegar sannað hæfni, árangur og réttlæti slíks kerfis. Þegar hann gekk fram hjá bruna- rústum Þjálfunarmiðstöðvarinnar þennan morgun, kom hann auga á Donald Peters höfuðsmann, einn af kennurum sínum við Þjálfunarmið- stöðina. „Ég get ekki skilið rökin, sem liggja að baki þessarar í- kveikju," sagði Bill þá. Peters sagðist vera á sama máli. Og síðan mælti hann þessi aðvör- unarorð við Bill: „Dragðu þig í hlé í dag og vertu ekki mikið á ferli.“ „Já, auðvitað," svaraði Bill. Síðan lagði hann af stað til Johnsonbygg- ingarinnar ásamt vini sínum, Gene Pekarik að nafni, en Gene bjó á þeim stúdentagarði. Þegar þeir nálguðust Almenninginn, gátu þeir heyrt hin stöðugu hróp: „Svínin burt af háskólasvæðinu! „Þeir lögðu af stað upp hæðina í áttina til John- sonbyggingarinnar, þegar hópnum var skipað að dreifa sér. En þeir urðu aðskila hvor við annan í troðn- ingnum, þegar stúdentarnir tóku að flýja sem fætur toguðu. Til allrar óhamingju hélt Bill þá niður til bílastæðisins bak við Prenticebygg- inguna, en þar varð hann fyrir byssukúlu, sem lenti neðan til í vinstri öxl hans. Hópur stúdenta safnaðist um- hverfis hann, þegar skothríðin hætti. „Kemur nokkur sjúkrabíll?“ stundi hann upp með erfiðismunum. Og hann hélt fullri meðvitund þær óra- löngu tíu mínútur, sem liðu, þangað til bíllinn kom. Gene, sem hafði frétt, að Bill hafði orðið fyrir skoti, kom hlaupandi að, þegar sjúkralið- arnir voru að mjaka honum upp á sjúkrabörur. Hann horfði harmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.