Úrval - 01.07.1971, Síða 107

Úrval - 01.07.1971, Síða 107
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 105 hann er ósvikinn hershöfðingi. Ég sagði við hann: „Heyrðu, þið eruð búnir að valda nógum vandræðum hér í dag. Viljið þið þá í guðanna bœnum leggja frá ykkur byssurn- ar?“ Og hann svaraði: „Hermenn hafa engan rétt til þess að leggja frá sér byssur. Það stríðir gegn reglum þeim, sem þeir eiga að fara eftir.“ Þeir hafa virk skothylki í rifflunum. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Þeir hafa virk skothylki í rifflunum. Ef þið haldið niður eft- ir í áttina til þeirra, munu þeir drepa ykkur. Ég seg ykkur það satt. Sumum ykkar finnst, að þið verðið að gerast hetjur. Þið getið gerzt hetjur, en hérna er líka fólk, sem vill ekki verða fyrir skotum, fólk, sem vill ekki láta drepa sig, þar á meðal ég. Rödd: Hver skipaði þeim að skjóta? Baron: Ég veit það ekki. En eitt skal ég segja ykkur. Þegar virkt skothylki er í byssu, sem hrœddur unglingur heldur á, þá er maður búinn að vera. Og við erum nú bú- in að vera. Myron Lunine, prófessor í stjórn- málavísindum, gekk niður eftir til þjóðvarðliðanna og bað þá innilega um að skjóta ekki, fyrr en prófess- orunum gæfist tækifæri til þess að koma stúdentunum af háskólasvæð- inu. Hann leitaði uppi Canterbury hershöfðingja og sagði við hann: ,,Þér verðið að hafa stjórn á liði yðar. Það má ekki verða nein frek- ari skothríð hérna.“ Canterbury svaraði þessu engu, en einn embætt- ismaður Kentfylkisháskólans starði hvasst á Lunine og sagði- „Þessir stúdentar eiga ekki að vera þarna í brekkunni. Einhvers staðar verður að draga mörkin. Við verðum að halda uppi lögum og reglu. „Lunine fór aftur til stúdentanna til þess að segja þeim það, sem hann hafði heyrt. Raddir: Leyfið þeim að skjóta okkur! Við skulum útkljá þetta núna strax. Lunine fór aftur til þjóðvarðlið- anna og grátbað þá um að skjóta ekki, en annar embættismaður Kent- fylkisháskólans, sem stóð þar ná- lægt, sagði við hann: „Prófessor, þjóðvarðliðið gengur ekki til samn- inga, meðan það er í umsátri." Lun- ine spurði hverjir sætu um þjóð- varðliðanna, og maðurinn benti þá á stúdentanna. Nú hafði hópnum fækkað, og voru nú ekki eftir nema um 500 stúdentar. Prófessorinn sneri aftur til hópsins og ávarpaði hann skjálfandi röddu. Lunine: Haldið ykkur í skefjum. í guðanna bænum, þeir drepa ykk- ur, ef þið haldið ykkur ekki í skefj- um. Baron: Ég er dauðhrœddur um, að einhver annar verði fyrir skoti og ver&i drepinn. Rödd: Heyrðu, góði, þú skalt taka þér Martin Luther King að for- dœmi. Ekki hefði HANN verið hræddur. Baron: Luther King hefði haldið á brott. Martin Luther King skildi, að maður verður að HALDA LÍFl til þess að geta sigrað. Þið getið ekki unnið neinn sigur, ef þið deyið. Ég vil ekki, að þið deyið, krakkar! Rödd: Látum þá bara skjóta á okkur núna!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.