Úrval - 01.07.1971, Síða 109

Úrval - 01.07.1971, Síða 109
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 107 slíkum hlutum en ég,“ segir Kane. „Hefði hann hlustað, á orð mín og farið eftir þeim, væru þessi fjögur ungmenni enn á lífi og' Ohiofylki hefði komizt hjá þessu hneykslis- máli.“ Kane frétti um skothríðina í út- varpsfréttum. „Ég varð alveg bál- reiður og hringdi í fylkisstjórann í Columbus, en ég gat ekki fengið samband vði hann. Ég sagði við að- stoðarmann hans: „Heyrið þér nú, hér hefur fólk verið drepið, og það hafa komið fram sprengjuhótanir. Við fréttum, að stúdentarnir ætli að gera árásir í borginni á nýjan leik og einnig á margar byggingar á há- skólasvæðinu. Ég ætla að loka há- skólanum.“ „Og hvers konar heimild ætlið þér að nota?“ spurði aðstoðarmaðurinn. „Ég ætla að loka honum og svip- ast svo um eftir heimild til þess.“ „Við biðjum yður um að fresta ákvörðun yðar í eina klukkustund. Rhodes fylkisstjóri hringir þá til yðar.“ „Ég beið því klukkustund, en hann hringdi aldrei í mig,“ segir Kane. „En ég eyddi samt ekki þess- um tíma til einskis. Ég sagði ritar- anum mínum að byrja að vélrita bænarskrá, þar sem farið væri fram á, að opinber fyrirskipun yrði gefin út um, að skólanum skyldi lokað.“ Þegar fylkisstjórinn lét það undir höfuð leggjast að hringja í Kane, fór hann með bænarskrána til Al- bert Caris dómara, sem var áttræð- ur. „Dómari,“ sagði Kane, „það ríkir upplausnarástand við Kentfylkis- háskólann, og það verður að loka honum.“ Caris dómari, sem nýtur slíkrar virðingar fyrir hæfni sína, að æðri dómstólar hafa aldrei ógilt dóma hans, samþykkti þetta. Ungum saksóknara og rosknum dómara tókst þannig með ákveðni sinni og ráðríki að loka Kentfylkis- háskólanum. Og ákvörðun þeirra leiddi til verkfalla og mótmæla við 760 meiri háttar bandaríska æðri skóla.. Þeir íbúar Ravenna, sem þekkja Ron Kane bezt, eru þess fullvissir, að gefist hið minnsta til- efni til slíks, mun hann láta ritara sinn vélrita aðra bænarskrá um nýja lokun skólans, sem Caris dómari mun svo undirrita enn á ný. „Ron yrði mjög vinsæll hér í hreppnum, ef hann gæti losað okk- ur við háskólann fyrir fullt og allt,“ segja sumir. Kane neitar þessum áburði. „Hið eina, er ég fer fram á sem æðsta lagalegt yfirvald Portagehrepps, er að háskólinn verði sér ekki til skammar. Þetta gildir jafnt um þessa tryllingslegu krakka og rót- tæku prófessorana.“ Þegar háskólanum var lokað með þessari fyrirskipun Kanes, komust þúsundir stúdenta í mjög slæmar aðstæður. Þeir höfðu fengið ströng fyrirmæli um að flytja burt af há- skólasvæðinu, en höfðu engin far- artæki til þess að komast burt í. Síðan bilaði símakerfi háskólans vegna ofboðslegs álags, og varð það til þess að auka á ringulreiðina. Há- skólanum bárust svo margar upp- hringingar, eða yfir 350.000, að það varð að taka öryggin úr í stúdenta- görðunum. Stúdentarnir gátu þann- ig ekki svarað þessum upphringing- um til þeirra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.