Úrval - 01.07.1971, Síða 110

Úrval - 01.07.1971, Síða 110
108 ÚRVAL Til allrar hamingju stakk einhver upp á því að aka stúdentunum burt í háskólavögnunum til stórborganna Cleveland, Columbus og Toledo, en þaðan gátu stúdentarnir svo kom- ist með lestum og flugvélum í allar áttir. Vögnunum var því ekið upp að aðaldyrum hinna ýmsu stúdenta- garða. Og upp í þá stigu grátandi stúlkur og ungir menn, magnvana af reiði. Og síðan. lagði bílalestin af stað. Líklega var þetta ömurlegasta lest, sem lagt hefur upp frá há- skólabæ fyr eða síðar. Háskólasvæðið var orðið næstum alveg autt þetta sama kvöld að und- anskildum nokkrum þjóðvarðliðum, sem voru þar á verði. Svo gerðist það nokkru eftir klukkan 2 aðfara- nótt 5. maí, að tveir menn læddust að útjaðri háskólasvæðisins og kveiktu í sterklegri hlöðubyggingu, þar sem háskólinn geymdi alls kon- ar íþróttatæki, garðyrkjutæki o.fl. Geysilegir logar stigu upp í loftið frá 8 eða 9 íkveikjustöðum. Og í bjarmanum af eldinum mátti greina mennina tvo, sem flúðu þvert yfir grasvöll einn nálægt háskólasvæð- inu. Þjóðvarðliðsmaður einn, sem var á verði við bygginguna henni til verndar, skaut tveim skotum í áttina til þeirra í miklum flýti, en skot hans . geiguðu. Hlaðan eyði- lagðist algerlega. Hafi verið þörf fyrir ögrandi verknað því til sönn- unar, að meðal stúdenta Kentfylkis- háskólans væri að finna byltingar- seggi, sem svifust einskis, þá veitti þessi íkveikja þá sönnun. Stúdentar Kentfylkisháskólans dreifðust víðs vegar um Bandaríkin. Og lokun háskólans og háskóla- svæðisins var svo alger, að Ron Kane vildi jafnvel ekki leyfa White rektor að líta inn á skrifstofu sína í háskólanum. Það hefur sjaldan gerzt í sögu Bandaríkjanna, að stofnun hafi verið sett í svo algera „sótt- kví“. Kennarar og stjórnendur háskól- ans sýndu það nú á svo óyggjandi hátt, hversu annt þeir létu sér um velferð stúdentanna, að slíks eru fá dæmi í skóla- og fræðslusögu Bandaríkjanna. Viðbrögð þeirra ylja mann um hjartaræturnar. White rektor hefur þetta að segja í því efni: „Ég get ekki hugsað mér, að það hefði verið hægt að bregðast betur og snjallar við til lausnar þessu erfiða viðfangsefni. Kennar- arnir og stjórnendurnir gerðu sér grein fyrir því, að stúdentarnir yrðu að fá vorprófseinkunnir, svo þeir gætu haldið áfram námi næsta vet- ur, ef þeir óskuðu. Og því komu prófessorarnir okkar á laggirnar hundrað mismundandi prófundir- búnings- og prófkerfum til þess að gera nemendum sínum fært að ljúka vetrarnáminu." Það var alls ekki auðvelt við- fangsefni. Satrom bæjarstjóri hafði bannað hvers konar fundi og sam- komur í Kent, svo að það var að gera einhverjar aðrar stórsnjallar áætlanir í því efni. Nemendur og kennarar komu saman í kirkjum í Akron og aðalstöðvum skátadrengja í öðrum borgum. Komið var á bréfa- námskeiðum fyrir þá stúdenta, sem gátu alls ekki mætt á neinum þess- ara staða. Glenn Frank prófessor þaut út í bílinn sinn og ók heilu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.