Úrval - 01.07.1971, Page 113

Úrval - 01.07.1971, Page 113
HVAÐ GERÐIST I KENT STATE? 111 urina, sem kom til sjúkrahússins í Ravenna, leit snöggvast á líkið og hrópaði: Þessi skítuga mannvera er ekki sonur minn. Ein útgáfa af þessari sögu birtist jafnvel á prenti. „Þau voru öll kommúnistar.“ „Dauðu stúlkurnar voru báðar svo skítugar og grálúsugar, að starfs- fólkinu á sjúkrahúsinu lá við upp- köstum.“ „Hvorug stúlknanna var í nokkr- um nærfötum." Þessi djöfullegi bænasöngur hélt áfram vikunum saman, og sums staðar hefur honum jafnvel ekki létt enn þann dag í dag. Dagblöð utan bæjarins Kent hafa lýst Allison Krause sem yndislegri stúlku, sem elskað hafði ketti og stungið hafði blómum í byssuhlaup þjóðvarðliða. Og kannski er það einmitt þess vegna, sem hefnigirnin beindist al- veg sérstaklega gegn henni. „Hún notaði eiturlyf." „Það má teljast náð, að hún var skotin, því að hún var ólétt.“ „Það er engin ástæða til þess að syrgja dauða hennar, vegna þess að hún var svo heltekin af syfilis, að hún hefði hvort sem er verið dauð innan tveggja vikna.“ Líkskoðun, sem framkvæmd var ástaðnum, segir aðra sögu: „Undir minni stjórn fór fram fullkomin skoðun líka hinna fjögurra stúd- enta.“ segir dr. Robert Sybert, hinn opinberi líkskoðari Portagehrepps. „Ég athugaði, hvort á þeim sæjust nokkur merki um notkun morfíns, harbituratelyfja eða amphetamins. En ekkert slíkt var að finna, ekki hinn minnsti vottur á líki neins af stúdentunum. Og hvergi sáust eitur- lyfjanálarstungur á handleggjunum. Það voru heldur engin merki um kynsjúkdóma né líkamsóhreinindi. Þetta unga fólk var allt hreint.“ BRÉF OG GLATAÐAR RADDIR Harold Walker, stúdentinn, sem lagði stund á ljósmyndagerð og tek- ið hafði myndir af átökum stúdent- anna og þjóðvarðliðanna, fékk hin- ar áhrifaríku myndir sínar birtar í „York Gazette and Daily“ í York í Pennsylvaniufylki. Ritstjóri blaðs- ins bað Walker að láta stutta frá- sögn af atburðunum fylgja myndum þessum. Og Harold lauk frásögn sinni með þessum orðum: „Ég held, að fólk um gervallt landið muni finna til samúðar, þegar það athug- ar aðstæður þessara atburða. Hvað snertir bæjarbúa í Kent, virðast þeir yfirleitt hafa samúð með stúdent- unum.“ Hann sagði að síðustu: „Ég held, að atburðir þessir geti orðið til þess að færa stúdentana og bæj- arbúa nær hverjum öðrum“. Aldrei mun Harold C. Walker, stúdent við Kentfylkisháskólann, hafa eins algerlega á röngu að standa á framtíðarferli sínum sem blaðamaður og blaðaljósmyndari og hann hafði í þetta skipti. Þessi orð hans, sem voru svo jákvæð og ein- kenndust af slíkri bjartsýni, höfðu jafnvel ekki birzt í dagblaðinu í York, þegar blaðið Reeord-Courier í Kent var neytt til þess að birta þau ofsafyllstu hatursskrif, sem birzt hafa í nokkru bæjarfélagi á síðustu áratugum. Vikunum saman eyddi blaðið heilli síðu undir þessi ofstækisfullu hatursskrif dag eftir dag:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.