Úrval - 01.07.1971, Side 115

Úrval - 01.07.1971, Side 115
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 113 átökunum, er stúdentarnir fjórir létu lífið, né í neinni þeirri starf- semi, sem var undanfari þeirra. En drápin höfðu orðið til þess, að hann fór að hugsa meira um þessa hluti. „Sko, kúlur af 30.06 gerð gegn óvopnuðum unglingum,“ segir hann, „sko, það er einum of mikið.“ Hann bjóst við því, að fólk utan háskól- ans væri honum sammála í því efni. Gardner og félagar hans byrjuðu að læra hinar nöktu staðreyndir lífsins, þegar þeir yfirgáfu Ohio Turnpikehraðbrautina og óku inn í Pennsylvaniufylki. Þegar vega- tollsvörðurinn sá merki Kentfylkis- háskólans á bíl Gardners, sagði hann urrandi röddu: „Þjóðvarðlið- arnir hefðu átt að skjóta ykkur öll.“ Þegar Gardner stanzaði fyrir utan bjórstofu í úthverfi Buffalo, neituðu mennirnir, sem voru þar inni, að leyfa stúdentunum að koma inn fyrir. „Við kærum okkur ekki um neina komma hérna,“ sögðu þeir. Þegar allir félagar hans voru farnir úr bílnum og hann kom loks einn heim á Þorskhöfða, sögðu nágrann- arnir við hann: „Hver sá, sem ögr- aði þjóðvarðliðunum og neitaði að hlýða þeim, hefði átt að vera skot- inn.“ Þegar Bob Hillegas, liðsforingja- efni varaliðsins, sem hlotið hafði herþjálfun á vegum Þjálfunarmið- stöðvar varaliðsins jafnhliða námi sínu við háskólann, hóf vinnu, sem hann hafði fengið í verksmiðju einni í Akron var sagt við hann: „Þessir andskotans krakkar fengu bara það, sem þau áttu skilið.“ Meðal verka- mannanna í verksmiðj unni gekk undirskriftaskjal, þar sem lýst var yfir samþykki með notkun hvers konar vopna, sem nauðsynleg kynnu að reynast við að kveða niður upp- þot við háskóla, og þjóðvarðliðið var fyrir fram leyst undan hvers konar ábyrgð, ef slík vopnanotkun yrði einhverjum að bana. „Ég neitaði að skrifa undir,“ seg- ir Hillegas, „og nú er ég álitinn vera eins konar utangarðsmaður þar.“ Ég reyndi að rökræða þetta við þá, en þeir sögðu bara: „Fyrst þau voru þarna á hæðinni, voru þau sek. Og ef þau gera ekki næst það, sem þjóðvarðliðið segir þeim að gera, verða þau öll skotin!“ Minningarguðþjónustur voru haldnar vegna hinna látnu stúdenta í ýmsum háskólabæjum í Ohio- fylki. En víðast létu þá einnig ýmsir til sín taka ,sem mótmæltu og álitu, að Þjóðvarðliðið hefði verið í sínum fulla rétti. Báru þeir ýmis mót- mælaspjöld. Við slíka minningarí guðþjónustu í Toledo fóru konur í mótmælagöngu og héldu þar hátt á lofti spjöldum, sem á var letrað: Stúdentarnir fjórir frá Kent hefðu átt að hugsa betur um sína mennt. í blaðaviðtali gaf lögfræðingur í bænum Kent svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Hefðu ég lent í sömu aðstæð- um og haft vélbyssu, hefðu það lík- lega ekki verið 14, sem hefðu orðið fyrir skoti, heldur fremur 140, sem hefðu drepizt, og það er einmitt það, sem þeir hafa þörf fyrir.“ Aðrir borgarar tóku upp þann sið að rétta hægri hönd upp í loftið, leggja þumalfingurinn að lófanum, en teygja hina fjóra fingurnar beint upp. Þegar einn stúdentinn spurði þá að því, hvað merki þetta þýddi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.