Úrval - 01.07.1971, Page 119

Úrval - 01.07.1971, Page 119
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 117 ur knattspyrnukeppnin? Hverri af stúdínunum ætti ég að giftast? Þannig var þetta. Hvaða þýðingu hafa öll þessi stríðsmótmæli? Stúd- entarnir geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut í málinu.“ Það fór ekki fram hjá neinum, sem ræddi við fólk úr ýmsum at- vinnugreinum og stéttum í bænum, að margt fólk hræddist í raun og veru hirðuleysislegasta, tötraleg- asta og skítugasta unga fólkið, sem það sá á ferli á götunum. Kona ein lýsti þessari afstöðu bæjarbúa með þessum orðum: „Maðurinn minn minn býst við því af mér, að ég haldi heimilinu hreinu og sjálfri mér snyrtilegri. Ég er stolt af því að gera slíkt, alveg eins og ég er stolt af því, þegar honum miðar áfram í starfi sínu. Þetta var markmiðið með hjónabandi okkar. Svo fer ég niður í bæ og sé þessa hippa, ber- fætta og skítuga, gorta af ræfils- druslunum, sem þeir klæðast. Þeir stjaka mér burt af mínum eigin götum og nota orðbragð, sem ég hef aldrei heyrt manninn minn nota. Hvað á ég að hugsa? Hafa þeir yf- irtekið stjórn heimsins? Verðum við að afsala okkur Kent í þeirra hend- ur?“ Kynferðismál eiga miklu meiri þátt í hinum djúpstæða aðskilnaði kynslóðanna en áður virtist koma í ljós. Eldri bæjarbúar fyrirlíta hið kynferðilega frelsi hinna ungu, en öfunda þá líka af því. Kaupsýslu- maður segir kannski: „Það, sem ég get ekki þolað, er klæðaburður unga fólksins.“ En hann bætir að öllum líkindum við: „Og það er viðbjóðs- legt, hvernig ungu stúlkurnar sofa hjá hinum og þessum.“ Húsmóðir í Kent segir kannski afstöðu sinni til skýringar: „Ég gæti þolað það, ef það hefði einhverja mannasiði." En hún mun líklega ljúka máli sínu með lægri röddu: „Já, og ef það svæfi ekki svona hvert hjá öðru á þessum stúdentagörðum.“ Það voru fjölmargar kommúnur i Kent á þeim tíma, þegar stúdent- arnir voru skotnir. Og orðrómur um kommúnufélaga, sem komu og fóru sitt á hvað, olli reiði bæjarbúa. Tvenns konar viðbrögð voru al- geng: „Háskólinn ætti að reka þá alla,“ og „Það ætti að flegja þá með svipum.“ Kynferðileg afbrýði virðist vera sterkur þáttur í afstöðu eldri bæjarbúa gagnvart yngri kynslóð- inni, sem sjá hana njóta lífsins á þann hátt, sem þeim var bannað, þegar þeir voru ungir. AUÐMÝKT, KÆRLEIKUR OG SKILNINGUR Hvað getum við lært af harm- leiknum við Kent-fylkisháskólann? Á meðal allra tegunda stúdenta við Kentfylkisháskólann og aðra há- skóla ríkir áköf andstyggð á tveim þáttum amerísks lífs: stríðinu í Vi- etnam og herskyldukvöðinni. Það er þess vegna freistandi að álykta, að einhvers konar friður mundi færast yfir háskóla landsins, ef unnt yrði að binda endi á stríðið. Það er samt ekki mikil ástæða til slíkrar bjart- sýniskenndrar trúar. Ég álít, að enda þótt stríðinu lyki á morgun, mundu stúdentarnir halda áfram að vera eins æstir og ringlaðir og þeir eru núna. Sannanir um slíkt má finna með því að líta til Japan, Frakk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.