Úrval - 01.07.1971, Síða 120

Úrval - 01.07.1971, Síða 120
118 ÚRVAL lands og Venezuela. í Japan styður þjóðin og stjórn- arkerfið einmitt þann frið og þá andhernaðarstefnu ,sem amerískir stúdentar krefjast hér. Japanska stjórnarskráin bannar stríð. Sam- krull hersins og stóriðnaðarins er alls ekki til þar. En í árásum sínum á þjóðfélagið eru jafönsku stúdent- arnir samt þeir ákveðnustu af öllu róttæku æskufólki. Hinar geysilegu óeirðir í Frakk- landi, sem felldu næstum ríkisstjórn de Gaulle urðu einmitt, eftir að de Gaulle hafði bundið endi á Alsír- stríðið í samræmi við kröfur stúd- enta. Franskir stúdentar áttu ekki nein af baráttumálum amerískra stúdenta, sem gæfu þeim tilefni til mótmæla, og ekki heldur nein af baráttumálum japönsku stúdent- En samt voru gerð sams konar mót- mæli við franska háskóla. í Venzuela áttu stúdentarnir eng- in baráttumál amerísku, japönsku né frönsku stúdentanna til að berj- ast fyrir. En samt var atferli þeirra sama eðlis, og mótmæli beirra voru líklega ofsafengnari en mótmæli stúdenta í nokkrum öðrum löndum. Hvað hefur valdið þessari upp- reisn háskólastúdentanna um víða veröld? Bezta skýringin er sú, sé aðeins gefin ein skýring, að unga fólkið hefur sagt skilið við lífshætti foreldra sinna og hefur aðhyllzt lífs- hætti, sem það hefur sjálft verið að þróa með sér síðustu tvo áratugina. Sá, sem kemur ekki auga á, að upp- reisnirnar í Japan, Frakklandi, Venezuela og Bandaríkjunum eru sama eðlis að öllu því leyti, sem máli skiptir, skynjar þannig ekki, hvað er að gerast í heiminum. Það er auðveldast að skilja tíma- bilið ,sem við lifum á, ef við berum það saman við sögu Evrópu árið 1848. Þá flæddu miklar byltingar- hreyfingar yfir meginland Evrópu og ollu alvarlegu uppnámi í Frakk- landi, Þýzkalandi og austurríska- ungverska keisaradæminu og geysi- legum mótmælum víðar. Gamla stjórnkerfið, sem komið var á af Metternich og Vínarfundinum, var að hrynja. Og þetta vissu allir. En samt var það enn nægilega sterkt til þess að geta komið við sjálfsvörn. Því var hver byltingin af annarri kæfð niður. Bandaríkin græddu sérstaklega á þessu, vegna þess að hingað héldu þá þúsundir af hinum snjöllustu Evrópubúum, sem leituðu hér griða- staðar gegn kúgun. Nú flýja þús- undir ungmenna okkar Bandaríkin og leita griðastaðar í Kanada, Sví- þjóð, Marokkó, Indlandi og Ástral- íu. Það var furðulegt að rekast á þá staðreynd, að margir stúdentar við Kentfylkisháskólann voru að hugsa alvarlega um að setjast að erlendis. Athugun var gerð á lífi a.m.k. 12 fyrrverandi stúdenta við Kentfylk- isháskólann, sem höfðu þegar hætt á þetta og lagt á sig varanlega útlegð frá ættjörð sinni. Það er augsýnilegt, að eitt af meiri háttar ábyrgðarhlutverkum nútíma þjóðfélags er að koma á sættum milli kynslóðanna. Hin róttæki munur á lífsháttum þeirra, hinn geysilegi munur á klæðaburði, hreinlæti og snyrtimennsku, hár- greiðslu, viðhorfi til vinnu, stjórn- mála, tónlistar, trúarbragða, ætt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.