Úrval - 01.07.1971, Side 123

Úrval - 01.07.1971, Side 123
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 121 sumir stúdentar Kentfylkisháskól- ans orðið virkari í stjórnmálalegu tilliti, en aðrir óvirkari. En það, sem allir í háskólanum og bænum virð- ast hafa öðalzt í sameiningu, er nýtt mat á gildi andofbeldisstefnu og lífs- hátta í hennar anda. Jafnvel hinir róttæku, sem tóku þátt í maímót- mælunum í Washington gegn Viet- namstríðinu og herkvaðningunni, voru rólegir í síðustu viku, þegar þeir hófu ólöglegt setuverkfall um- hverfis Rockwellbygginguna, nú- verandi aðsetur Þjálfunarmiðstöðv- ar varaliðs Bandaríkjahers á há- skólasvæðinu, eftir að hinni form- legu minningarathöfn var lokið. Robert I. White, rektor Kentfylkis- háskólans, skipaði fyrst fyrir um, að þeir skyldu fjarlægðir með valdi, en sveit háskólalögreglumanna var til taks með óeirðaútbúnað sinn. En hann var talinn á að afturkalla þá ákvörðun sína til þess að komast hjá átökum. Þessi fjögurra daga minningar- hátíð í Kentfylkisháskólanum hófst með ýmsum dagskrárliðum, sem voru til þess ætlaðir að draga úr spennu. Haldin var flugdrekasýning og keppni í „blöðrutyggjóblæstri“. Næsta dag talaði Julian Bond, lög- fræðingur frá Georgiafylki, til stúd- entanna og hvatti þá til þess að forðast „ævintýrastefnu“ og að beina reiði sinni, vegna dauða stúd- entanna í jákvæðan farveg með því að gerast sívirkir á stjórnmálasvið- inu og vinna stöðugt með löglegum stjórnmálalegum aðferðum,, „en með þeirra hjálp er hægt að ná völdunum á venjulegan, löglegan hátt í samræmi við kennslubókar- uppskrift". Næsta dag talaði svarti gamanleikarinn Dick Gregory um möguleikann á að neyða yfirvöld til að binda endi á Vietnamstríðið á þann hátt, að stórir hópar fólks bindust samtökum um að hætta við- skiptum við ýmsa aðilja. Það kvöld voru 4500 stúdentar viðstaddir, er nokkrir félagar þeirra hófu 26 klukkustunda kertaljósvöku á nákvæmlega þeim stöðum, þar sem skothríð Þjóðvarðliðsins drap þau Jeffrey Miller, sem var 20 ára, Alli- son Krause, sem var 19 ára, William Slhroeder, sem var 19 ára, og Sandy Scheuer, sem var 20 ára. A hinu raunverulega ársafmæli harmleiksins söfnuðust um 7.000 stúdentar saman í grasigróinni brekkunni rétt fyrir neðan hæðina, þar sem hörfandi þjóðvarðliðarnir sneru sér snögglega við, köstuðu sér á kné og skutu á bæði mótmælendur og einnig þá stúdenta, sem áttu leið um svæðið. Við athöfn þessa talaði mannréttindaleiðtoginn Jesse Jark- son. Hann minntist á fordæmi um beitingu andofbeldisstefnunnar í bænum Newark í New Jerseyfylki. Hann sagði, að áður hefði kjörorð negranna þar verið „brennum“, en nú væri það orðið „lærurn". „Og nú er Newark raunverulega orðin þeirra borg,“ sagði hann. Dean Kahler, 21 árs gamall stúdent, sem fékk skot í mænuna í kúlnahríðinni, talaði um stríðið í Vietnam. Það er óvíst, hvort Kahler mun nokkru sinni geta gengið framar. Hann tal- aði úr hjólastól sínum. „Þetta stríð hefur drepið fjögur af bræðrum okkar og systrum,“ sagði hann. „Nú verður Kentfylkisháskólinn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.