Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 13
ÉG ER TUNGA JÓNS
11
kannski hið bezta af öllum skiln-
ingarvitunum, veitir einna mestan
unað.
Það er því í hæsta máta undar-
legt, að líffæri, sem veitir fólki svo
mikla þjónustu, skuli vera svo lít-
ils metið. Venjulega virðir Jón mig
ekki meira en hár á höfði eða nögl
á fingri, sem eru þó satt að segja
engir máttarviðir í líðan hans.
Sennilega get ég þó lítið úr þess-
ari lítilsvirðingu bætt með öðru en
því að gera mitt bezta — vera
óþreytandi að bragða og tala allt
mitt líf!
ÁN
Skömmu fyrir jól kom arabískur olíujöfur inn i málverkaverzlun
í París og keypti þrjú málverk eftir Van Gough, fimm eftir Pi-
casso, sex eftir Toulouse-Lautrec og álíka eftir Monet, Manet og
Corot. „Jæja, góða,“ sagði hann svo við konuna, sem með honum
var. „Þá eru jólakortin frá, nú skulum við koma og kaupa nokkrar
gjafir.“
Móðirin sagði dóttur sinni ævintýri: „Þegar litli froskurinn bjarg-
að gullboltanum upp úr brunninum fyrir prinsessuna, varð prin-
sessan svo þakklát, að hún lcyfði froskinum að sofa hjá sér um
nóttina. Og þegar húr. vaknaði næsta morgun, var froskurinn orð-
inn að fríðasta prinsi. Þau giftust og hann fékk hálft ríkið og allt,
þegar gamli góngurinn dó. Og þau lifðu hamingjusöm það sem
eftir var ævinnar.“
Svo virti hún dóttur sína fyrir sér og sá, að hún var ekki laus
við efasemdir, svo hún spurði'
„Trúir þú þessu ekki?“
„Nei, og held ekki, að drottningin hafi trúað því heldur,“ svar-
aði sú stutta.