Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 112

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL BARÁTTAN MILLI þverrandi dags birtu og vaxandi tunglskins skapar margvísleg ljósaundur. í dag blán- ar himinninn, það er einasta dags- skíman. í norðri glóir tunglið eins og rauðgullið hjól, umlukt skýja- bakka, og roðaglóð norðurljósanna gerir það að verkum, að líkast er sem allt standi í björtu báli rétt undir sjóndeildarhringnum. Tungls ljósið og norðurljósin virðast heit og lifandi móti köldum, dimmum himninum. 20. október fara karlarnir af stað að setja upp gildrur meðfram fló- anum. Ég fer með þeim. Mér hefur heppnazt að fá þá til að setja ekki upp gildrur á einum tíu stöðum, þar sem ég óttast mest, að Mikki gangi í þær. En við brunninn nema þeir staðar. Hér skal fyrsta gildran egnd. Nú vil ég ekki fara lengra með þeim. Þeir veifa mér brosandi og ráðleggja mér að koma aftur á morgun til að gæta þess, að „hann“ gangi ekki í gildruna. Ég sný heim á leið, döpur í bragði og á erfitt með að sofna. Og það er ennþá verra að vakna næsta morgun. Hann er að ganga í rok og hafið lætur illa. Kannski liggur nú veslings Mikki dauður í gildrunni. Strax og orðið er svolítið meira dimmt, fer ég út að brunninum. Það er engin skemmtiferð. Skaf- renningurinn þyrlast um mig og brimið gnauðar. „Miskunnarlausa náttúra," hvísla ég að sjálfri mér. Þegar ég kem heim undir brunn- inn, sé ég, að hvítur refur liggur í gildrunni. Mikki! En hvað er þetta? Gildran hefur ekki lokazt almenni- lega. Refurinn klórar sem óður í snjóinn til þess að losna. Ég þýt til hans og lyfti þungum tréramman- um. Mikki lyfti hausnum. Hann er ómeiddur, en hoi'fir á mig þögull og ásakandi. Hann lítur út fyrir að vera þyrstur. Ég flýti mér heim og næ í hlýja dósamjólk. Það er líkt og heimurinn hafi breytzt. Það er eitthvað glatt og örvandi við nið öldunnar. Mikki litli er enn á lífi. Þegar ég kem aftur til gildrunn- ar, er Mikki horfinn. En maðurinn minn er kominn þangað. „Þú bjarg aðir honum,“ segir hann. „Ég sá hann hlaupa til fjalla.“ Næsta dag segi ég Karli, að ég hafi losað Mikka úr gildrunni. Hann brosir og svarar: „Mikki gengur aldrei framar í gildru. Hann verður elzti og slóttugasti refurinn á Svalbarða og eignast hundruð af komenda. Við sáum Mikka aldrei framar. ÉG ER EIN í æðandi byl. Hann brauzt út fyrir níu dögum, aðeins tveim tímum eftir að karlarnir höfðu lagt af stað til þess að setja upp gildrur á veiðisvæði langt í burtu. Ég var nývöknuð, þegar maður- inn minn kallaði inn til mín: „Við erum að fara. Við getum ekki beð- ið góðs veðurs lengur. Við áætlum að vera 13 daga í burtu, en þú skalt vera róleg, þótt við verðum leng- ur.“ Um hádegisbilið hvessti snögg- lega. Gegnum hvininn í storminum heyrðist eitthvað skella með reglu- bundnum hrynjanda. Ég minntist þess, að það þurfti að festa ýmis- legt betur og flýtti mér út. Snjór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.