Úrval - 01.09.1974, Page 89
Ekki leið á löngu, þar til íbúar borgarinnar voru
farnir að bera sanum heilbrigðisskýrslur sínar
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
87
Þáttaskil
í sögu læknavísindanna
eftir JOHN MCILWRAIXH
*
*
f
*
Æ
ætli nokkurs staðar sé
f til glaðbeittari og sam-
ífé vinnuþýðari hópur sjúk
f linga, en sá sem kemur
^ að staðaldri á lækna-
miðstöðina í Busselton
í Vestur-Ástralíu? Einn sjúklingur-
inn, sem kom til þess að láta taka
úr sér blóðsýni, óð beint inn á rann
sóknarstofuna, lagðist þar upp á
bekk og sagði: „Það líður alltaf yf-
ir mig, þegar ég gef blóð“ — og
svo leið yfir hann. Þegar hjón nokk
ur reyndust hvort um sig of þung
fyrir vigtirnar í læknamiðstöðinni,
samþykktu þau góðfúslega að láta
vigta sig á vöruvigtinni á næstu
járnbrautarstöð.
Þessi samvinnuþýðu tilraunadýr
eru meðal 6.500 íbúa í Busselton,
sem síðastliðin átta ár hafa tekið
þátt í óvenjulegri rannsókn á
heilsufari almennings. Þessi rann-
sókn er formuð af hópi lækna í
Perth, samkvæmt tillögu héraðs-
læknis í Busselton, og hún beinist
að því að rannsaka heilbrigði heils
sveitarfélags mjög nákvæmlega og
yfir langan tíma. Læknarnir beita
sér sérstaklega að því að rannsaka
á hvern hátt sjúkdómar eins og
sykursýki, of hár blóðþrýstingur og
vissar tegundir hjartasjúkdóma —
aðal bölvaldar vestrænna samfé-
laga, yrðu ef til vill umflúnir með
breytingum á lifnaðarháttum.