Úrval - 01.09.1974, Page 75

Úrval - 01.09.1974, Page 75
í KAPPAKSTRI . . . 73 ur það, nú kemur það,“ muldraði hún milli samanbitinna tannanna. Mér fannst það fullkomlega óraunverulegt að það væri mín kona sem á köldu febrúarkvöldi ætti að fæða í gömlum, útjöskuð- um bíl, sem komst ekki hraðar en á 50 á mannlausum götunum. „Hlustaðu nú á,“ sagði ég með áherzluþunga. „Það var ljósmóðir til staðar að taka á móti mér, og það var ljósmóðir til staðar að taka á móti þér, og á móti Jan. Og eftir nokkrar mínútur verður líka ljós- móðir til staðar til að kvitta fyrir þennan litla, nýja unga!“ Þetta hljómaði vel. En þessa stundina var eins og veröldin væri gersneydd ljósmæðrum og fæðing- arheimilið var enn spölkorn í burtu. Ég leit snöggt á Jonnu. Hún lá samanhnipruð í sætinu og var eitthvað svo undarlega afslöppuð og róleg, augu hennar voru opin, en það var eins og hún væri í öðr- um heimi. Ég fann hvernig hárin á mér risu og ég rétti hendina út til hennar. Hún ýtti henni burtu. „Þú skalt heldur reyna að finna einhverja hjálp,“ sagði hún eins ró lega og hún væri að biðja mig um að rétta sér saltbaukinn. „Barnið er komið.“ I sama bili heyrði ég reiðilegt væl. Þetta var alveg stórkostlegt, en heili minn neitaði að trúa því. Þegar við ókum að heiman vorum við tvö, en nú vorum við allt í einu orðin þrjú. Stór bygging kom allt í einu í ljós hægra megin við okkur, og mér til mikils léttis sá ég, að þetta var sjúkrahús. Þar hlutu að vera læknar — hjúkrunarkonur — ijós — ylur! Það vældi í dekkjunum, þegar ég beygði inn hliðið. „Ég kem strax aftur,“ sagði ég þegar ég hljóp inn í forsal sjúkra- hússins, en þar var ekkert líf ann- að en maður, sem sat við móttöku- borð. „Konan mín var að eignast barn, úti í bílnum!“ sagði ég. „Þér verð- ið að finna lækni undir eins. „Það er enginn læknir hér,“ svar aði ungi maðurinn rólega. „Þér skulið heldur fara á slysastofuna, það er bara hérna hinum megin við hornið. Ég æddi aftur til bílsins, barnið var aftur byrjað að skæla. Jonna lá kyrr og þegjandi í sætinu. Ég þeyttisf fyrir húshornið og var kom inn hálfa leið niður götuna áður en ég uopgötvaði að þetta var ein- stefnugata og að ég ók í vitlausa átt. É<? þrýsti á flautuna og hélt henni niðri meðan ég þaut yfir enn eitt horn og svo sá ég loksins skilti, sem á stóð „Slysastofa". Aftur þaut ég innfyrir. Hjúkrun- arkonunni við afgreiðsluborðið dauðbrá, þegar ég þeyttist inn úr dyrunum. „Konan mín var að eiga barn. Úti. Flýtið ykkur!“ Ég man, að mér fannst hjúkrun- arkonan vera óþægilega ung til að geta brugðizt. við þessu á réttan hátt, en hún vissi bersýnilega upp á hár hvað hún átti að gera. Stein- þegiandi greip hún hvítan lérefts- pakka ofan úr hillu fyrir af+an sig og þaut á eftir mér út um dyrnar, önnur ennþá yngri hjúkrunarkona á eftir henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.