Úrval - 01.09.1974, Page 80
78
komizt í brynjur sínar, eí þeir
hefðu ekki áður verið kyrfilega
reyrðir. Það munaði minnstu, að
hertoginn af Wellington kæmi of
seint til orrustunnar við Waterloo,
vegna þess að teinn í lífstykki hans
brotnaði.
Þegar hinn umfangsmikli Breta-
konungur var ennþá prinsinn af
Wales, gerði hann uppreisn á móti
lífstykkinu, vegna þess að það
hindraði hann í að eta og drekka
að vild. En án hins konunglega
beltis gat hann varla hreyft sig.
Sagnfræðingurinn Arthur Bryant
sagði um hann: „Áður en hans kon-
unglega hágöfgi sleppti maganum
lausum, spilaði hann iðulega krokk-
et.“
Mér er sagt, að framleiðendur
reyni yfirleitt að forðast heitið „líf-
stykki“, að minnsta kosti í Ame-
ríku, þar sem framleiðsla á þeim
hefur blómstrað undanfarin ár. í
auglýsingunum gefa póstverzlanir
fyrirheit um hljóðláta afgreiðslu á
„stuðningsbeltum".
ÚRVAL
Fyrir nokkru mátti sjá eftirfar-
andi auglýsingu frá íþróttavöru-
verzlun í New York: „Úrvals póló-
belti handa herrum. Styðja kvið-
vöðvana. bæði þegar þér eruð á
hestbaki og á gangi.“
Beltin runnu út! Einn afgreiðslu-
maðurinn sagði:
„Karlmenn, sem aldrei hefðu tek-
ið sér orðið lífstykki í munn, bera
pólóbeltin sín glaðir í hjarta. Ég er
viss um, að flestir viðskiptavina
okkar vita ekki hvaða skepna hest-
ur er.“
Lífstykkið er vanabindandi. Ég
veit alls ekki hvernig ég gæti nú
verið án þess. Þar sem lífstykkið
ber svo að segja hluta af þyngd
minni, verð ég ekki nærri því eins
fljótt þreyttur og áður. Mér líður
miklu betur sem „grannur“ pipar-
sveinn, þegar ég er í félagsskap
kvenna. En ef mér dytti nú í hug
að ganga í hjónaband, er ég ekki
viss um, hvort ég þyrði að ljóstra
upp þessu litla leyndarmáli mínu
fyrr en á brúðkaupsnóttina.
☆
Alfred heitinn Fuller, stofnandi Fuller burstafélagsins og frum-
herji í farandsölutækni, hafði gaman af að segja frá reynslu sinni,
þegar hann var að byrja sölumennsku. „Einu sinni,“ segir hann,
„ætlaði rauðhærð þokkadís að hafa mig að ginningarlífli." „Eigi
leið þú oss í freistni,“ sagði hún brosandi, eftir að hafa skoðað
burstana mína vandlega.
„Kæra frú,“ svaraði ég. „Það var öðru nær en að ég ætlaði að
leiða yður í freistni. Ég ætlaði einmitt að frelsa yður frá illu.
Og hún keypti til þess þrjá bursta,“ bætti hann við.