Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 55
MAÐURINN, SEM BREYTTI . . .
53
verður ekki um frið að ræða. En
breyti þeir um stefnu á þessu sviði,
verður einnig breyting í heimi Ar-
aba.
Spurning:
Hverjar eru framtíðaráætlanir
yðar í stjórnmálum?
Sadat:
Kjörtímabil mitt sem forseta
endar 1976. Ég hef algjörlega eng-
ar áætlanir um að endurnýja það
— ekki um augnablik.
ÁN
Sumir eru fæddir heppnir. Einu sinni fór sá frægi grínleikari
Fernandel hinn franski til tannlæknis og lét draga úr sér tönn,
sem lengi hafði hrellt hann. Nokkru seinna kom til hans umslag í
pósti frá tannlækninum, en í staðinn fyrir reikning hafði það inni
að halda ávísun á þokkalega upphæð. Með fylgdi eftirfarandi bréf:
„Kæri Fernandel. Ég seldi einum aðdáanda yðar tönnina úr
yður. Ég hef leyft mér að draga frá söluverðinu þá upphæð sem
þér skuldið mér, en sendi yður hér mismuninn.“
Ungur kennari fékk fyrstu stöðu sína í Alaska. Þegar hann kom
þangað, komst hann að raun um, að hann átti að búa hjá prestin-
um, sem jafnframt var skólanefndarformður. Þegar hann var
skömmu kominn þangað, þurfti hann að komast afsíðis til að þjóna
kalli náttúrunnar. Hann spurði prestinn, hvert hann ætti að fara.
„Það er hérna rétt fyrir utan,“ svaraði prestur. „Taktu með þér
luktina og fylgdu stignum til hægri. Ójá, ekki má gleyma því, —
hérna er setan. Við geymum hana alltaf hér við ofninn til að halda
henni hlýrri.“
Unga stúlku dreymdi. að glæsilegur ungur maður, skuggalegur í
bragði, stæði allt í einu við rúmið hennar. Áður en hún fengi
rönd við reist, tók hann hana í fangið og bar hana út í fínan bíl,
sem stóð úti fyrir. Hann snaraði henni inn á aftursætið, settist
sjálfur undir stýri og ók með fleygiferð út í sveit, þar sem hann
um síðir nam staðar á eyðilegum afleggjara böðuðum í tungls-
ljósi. Þá sneri hann sér við í sætinu og leit ógnandi á svip á stúlk-
una.
„Hvað ætlar þú að gera við mig?“ spurði hún skjálfandi röddu.
„Hvernig í ósköpunum ætti ég að vita það?“ spurði hann á móti.
„Þetta er þinn draumur.“